Nýjar vörur í vefverslun ADHD samtakanna.

Úrvalið af ADHD vörum er stöðugt að aukast í vefverslun ADHD samtakanna. Ný pop it - push up form, fikt-púðar, fikt-lyklakippur, fikt-teningar og nýjar útrásarteygjur fyrir hendur, stóla og borð. Sem fyrr njóta félagsmenn ADHD samtakanna sérstakra vildarkjara.

Í vikunni bættust við fimm nýjar útgáfur af hinum geysi vinsælu pop it - push up fiktvörum - Mikki mús, fiðrildi, bílar, hestar/einhyrningar og regnbogaferningar - formin eru því orðin vel á þriðja tug! Skoðaðu úrvalið hér - Pop it - push up fiktvörur.

Þessar nýju fiktvörur hafa notið mikilla vinsælda á liðnum vikum um allan heim. Þær eru gerðar úr mjúku og þjálu gúmmíi, fara vel í hendi og veita fiktþörfinni útrás. Þeir sem elska að fikta i gamla góða kúluplastinu eiga eftir að elska þessar vörur. 

Regnbogaferningur fiðrildibílarMikki

Í liðinni viku bættust líka við í vefversluna tvennskonar lyklakippur sem gott er að hafa við höndina - pop it - push up og grænar baunir:

grænar baunirPop it - push up

Í vefverslun ADHD samtakanna er nú einnig hægt fá fjölbreytt úrval útrásarteygja fyrir borð og stóla. Nýverið bættust í safnið tvær teygjur sem sérstaklega eru hannaðar fyrir heimili og skrifstofur - teygjur sem festar eru með frönskum rennilási og því hægt að aðlaga að flestum gerðum stóla. Skoðið úrvalið hér - útrásarteygjur fyrir borð og stóla.

stóllskrifstofustóllskórborð

Nýr fikt-púði er nú einnig fáanlegur í vefversluninni, en hann bætist í hóp hinna vinsælu fikt-teninga og slökunarflækja sem eru fáanleg í miklu úrvali. 

fiktpúðifiktkubburslökunar

Í vefverslun ADHD samtakanna fá skuldlausir félagsmenn samtakanna allt að 25% afslátt af flestum vörum. Hægt er að gerast félagsmaður í ADHD samtökunum hér - gerast félagsmaður í ADHD samtökunum.

Vörurnar er hægt að skoða og nálgast á skrifstofu samtakanna Háaleitisbraut 11-13, 3. hæð milli 13 og 16 alla virka daga, eða fá sendar heim, hvert á land sem er.