Spjallfundur á Akureyri - ADHD og lyf

Spjallfundur um ADHD og lyf
Spjallfundur um ADHD og lyf

Lyf og ADHD. ADHD Norðurland stendur fyrir opnum spjallfundi á Akureyri, um ADHD og lyf, fimmtudaginn 16. maí næstkomandi. Fundurinn fer fram í húsnæði Grófarinnar, Hafnarstræti 95 og hefst kl. 20:00.

Umsjón með fundinum hefur Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna.

Mikil umræða hefur verið um notkun lyfja og ADHD á liðnum misserum og víða má greina fordóma og vanþekkingu um þessi mál. Á fundinum verður farið yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta. Hvaða lyf eru í boði? Hvernig vika þau? Hvað um aukaverkanir, svefn, akstur, fíkn... og allt hitt sem þú vildir vita um ADHD lyf en þorðir ekki að spyrja.

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bækling samtakanna og annað fræðsluefni.

Spjallfundir ADHD Norðurland eru haldnir í Grófinni, Hafnarstræti 95., 4. hæð, fyrir ofan Apótekarann í göngugötunni. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir. Hægt er að skrá sig á Facebook viðburð fundanna, þar sem fram koma fyrirhugaðir fundir á Akureyri og fundarefni, en áætlað er einn spjallfundur verði haldinn í hverjum mánuði - skráning hér. 

Enginn aðgangseyrir er að fundunum og er ávallt heitt á könnunni.