TÍA, námskeið fyrir þjálfara og frístundarstarfsmenn hefst 8. nóvember næstkomandi --------> SKRÁNING ER HAFIN

  • NÝTT! FJARNÁM/STAÐNÁM: TÍA - tómstundir, íþróttir og ADHD 
  • Hnitmiðað og fjölbreytt námskeið um ADHD í tveim hlutum fyrir fagfólk sem starfar við íþrótta- og tómstundastarf  sem og aðra aðila sem koma að skipulögðu starfi krakka með ADHD.
  • Námskeiðið er í höndum reynslumikilla fagaðila á sviðinu. Það eru þau Jakob Frímann Þorsteinsson, MA í náms- og kennslufræðum, Vanda Sigurgeirsdóttir MA í uppeldis- og menntunarfræðum og Bóas Valdórsson klínískur sálfræðingur sem hafa veg og vanda að námskeiðinu. Vanda og Jakob starfa við HÍ og hjá KVAN, ásamt því er Vanda nýkjörin formaður KSÍ og Bóas starfar sem sálfræðingur við MH.

NÁMSKEIÐSLÝSING:

  • Á námskeiðinu fá þátttakendur hagnýt verkfæri, þjálfast í að nota þau, fræðslu um ADHD og gagnleg ráð. Unnið með reynslumiðuðum hætti með fyrri reynslu þátttakenda og efni námskeiðsins. Á milli þessara tveggja skipta þurfa þátttakendur að gera ráð fyrir tíma til að vinna með efnið í eigin starfi eða þjálfun.
  • Farið er yfir mikilvæga þætti í öllu hópastarfi þar sem einkenni hópaþróunar er tekin fyrir og farið í hvernig stjórnandi hópsins getur nýtt þá krafta sem búa í hverjum hóp með jákvæðum hætti. Rætt er um gagnlega samskiptahætti, markmiðasetningu og mikilvægi þess að leiðbeinendur virkji þátttakendur á jákvæðan og eflandi hátt.
  • Þú sem þjálfari færð aðgengi að praktískum aðferðum við að vinna með krökkum með ADHD frá sérfræðingum á sviðinu.
  • →Við mælum með þessu námskeiði. Það er aldrei að vita nema að þú komir til með að skara fram úr sem þjálfari krakka með ADHD í kjölfarið!
  • STAÐSETNING:

STAÐNÁM: Námskeiðið verður haldið að Háaleitisbraut 13, 4. hæð / FJARNÁM: Í gegnum fjarfundabúnað sem streymt verður í rauntíma.

  • DAGSSETNING OG TÍMI

8. nóvember 2021 17:00 - 20:00

22. nóvember 2021 17:00 - 20:00

  • SKIPULAG:

Námskeiðið er kennt í tveimur lotum 3 klst. í senn. Á milli lota æfa þátttakendur sig í að beita aðferðum námskeiðsins.

Markmið með námskeiðinu er að auka vitund þjálfara fyrir stöðu og styrkleikum þátttakenda með ADHD og miðla leiðum hvernig hægt er að mæta þörfum þeirra og hópsins.

  • NÁMSKEIÐSVERÐ:

29.000,- fyrir félagsmenn ADHD samtakanna SKRÁNING HÉR

34.000,- fyrir aðra SKRÁNING HÉR

Hægt er að ganga í ADHD samtökin hér.

  • SKRÁNINGU LÍKUR 6. nóvember 2021
  • Í HNOTSKURN

Hér er um að ræða nýung á vegum ADHD samtakanna þar sem starfsfólk tómstunda- og íþróttahreyfinga fá sérstaka kennslu gagnvart því að vinna með krökkum með ADHD og skyldar raskanir.

  • Nánari upplýsingar eru veittar á  skrifstofu ADHD samtakanna í síma 581 1110 eða með því að senda póst á netfangið adhd@adhd.is
  • Notið tækifærið og fáið praktíska nálgun á að vinna með krökkum með ADHD í ykkar starfi.