Videóspjall í kvöld kl.20

Í kvöld bjóða ADHD samtökin upp á sýningu heimildarmyndarinnar Comprehensive guide: Embracing the diagnosis.
Þetta er annar þáttur af þremur þar sem farið er yfir greiningarferlið og allar þær spurningar sem upp kunna að koma í því ferli. Þátturinn er mjög fræðandi hvort heldur er fyrir þá sem eru að ganga í gegnum greiningu eða aðstandendur þeirra.

Snorri Páll Haraldsson leiðir fundinn sem fyrr en fyrirkomulagið er með eftirfarandi hætti:

- Kynning
- Myndbandssýning: Comprehensive Guide: Embracing the Diagnosis
- Kaffihlé
- Umræður um efni myndarinnar

Allir velkomnir!