Vídeó - spjallfundur miðvikudaginn 21.maí kl. 20:00 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13.
Sýnd verður myndin "Facing the world + ADD and sleep + Tips on an organized life". Þessir þrír stuttu þættir fara yfir hvernig hægt
er að bregðast við sleggjudómum og vanþekkingu frá umhverfinu, vandamál með svefn og hvernig er hægt að leysa úr þeim og að lokum
farið yfir nokkur atriði sem hjálpa okkur að skipuleggja lífið.
Lengd: 66 mín
Snorri Páll Haraldsson leiðir fundina en fyrirkomulag þeirra verður með eftirfarandi hætti:
- Kynning
- Myndbandssýning
- Kaffihlé
- Umræður um efni myndar
Fundurinn hefst klukkan 20:00