ADHD og sumarfrí - fræðslufundur á Facebook

Á meðan samkomutakmarkanir stjórnvalda er í gildi, munu ADHD samtökin standa fyrir vikulegum opnum fræðslufundum um ýmis málefni tengd ADHD. Fræðslufundunum verður streymt beint á Facebook síður samtakanna - ADHD samtökin, ADHD Eyjar og ADHD Norðurland.

Fræðslufundirnir sem framundan eru, þessir - sjá nánar á Facebook viðburði fræðslufundanna:

 27. maí kl. 19:30 - ADHD og sumarfrí.

 

Sumarfríin eru framundan, dagskrá skólanna að tæmast og við tekur sól sumar og taumlaus gleði... eða hvað? Þó sumarfríin séu og eigi að vera tími fjölskyldusamveru og fjölbreyttra skemtilegra viðburða, fylgja sumrinu einnig nýjar og fjölbreyttar áskoranir, þar sem rútínan riðlast og við tekur óvissa. Hjá börnum með ADHD og fullorðnum, getur þessi tími valdið mikilli streytu og vanlíðan ef ekki tekst vel til. Á fundinum mun Dr. Drífa Björk Guðmundsóttir, sálfræðingur og stjórnarkona í ADHD samtökunum fara yfir helstu áskoranir þessa mikilvæga tíma fjölskyldunnar, benda á hagnýt ráð til lausnar og leiða umræður. Ef þú vilt leggja spurningar fyrir Drífu, fyrir fundinn, getur þú sent henni þær í netfangið: drifabg@gmail.com

Fræðslufundirnir verða opnir öllum opnir en þeir sem vilja ganga í ADHD samtökin og styrkja þannig starfsemina geta gert það hér:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Þá vekjum við athygli á vefverslun samtakanna, en þar er m.a. hægt að fá margskonar fikt-, leik- og þroskandi vörur og fjölda bóka sem nýst geta vel við nám og daglegt líf með ADHD. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérkjara á ýmsum vöruflokkum. Vefverslun ADHD samtakanna.