ADHD Suðurland - fræðslu- og stofnfundur.

ADHD samtökin boða til opins fræðslu- og stofnfundar um ADHD og hvernig bæta megi lífsgæði fólks með ADHD á Suðurlandi. Með fundinum hefjum við formlegt starf ADHD Suðurland.
Formaður ADHD samtakanna, Elín H Hinriksdóttir heldur framsögu og Drífa Pálín Geirs kynnir fyrirhugað starf ADHD Suðurland. Í framhaldi verður spjallað um allt það sem fundargestir vilja helst, varðandi ADHD og starfið framundan.
Samkoman fer fram í barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar, Stjörnusteinum 2 á Stokkseyri og hefst kl 20:00

Skráðu þig á viðburðinn hér - skráning á Facebook viðburð.

Öll velkomin, fólk með ADHD, aðstandendur, kennarar, þjálfarar og aðrir þeir sem vinna með börnum eða fullorðnum með ADHD eða vilja fræðast um ADHD. Enginn aðgangseyrir og kaffi á könnunni