Áfram stelpur II - Lífsgæðasetrið St. Jósefsspítali

 

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær! 

Markmið námskeiðs:

Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir þeirra og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Áhersla er lögð á þau hugrænu ferli sem liggja að baki algengum áskorunum sem einstaklingar með ADHD mæta í daglegu lífi, hvort sem er í námi, starfi, heimilislífi, félagslegum samskiptum eða uppeldi. Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi með það fyrir augum að draga úr streitu og vanmáttarkennd.  Námskeiðinu er ætlað að fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu.

Námskeiðið verður haldið í Lífsgæðasetrinu, ST. Jósefspítala, Suðurgata 41, 220 Hafnarfjörður. Leiðbeinandi er Sigrún Jónsdóttir ADHD og einhverfu markþjálfi.

Námskeiðið stendur í 9 klukkustundir - þrjú skipti, 3.0 klukkustundir í senn. Næsta námskeið verður haldið fimmtudagana 28. sept, 5. okt. og 12. okt. 

Fyrir þær sem ekki komast á staðinn bendum við á námskeiðið ÁFRAM VEGINN sem er fjarnámskeið fyrir fullorðna með ADHD sem haldið verður í nóvember.