Mikilvægt er að bæta stöðu ADHD mála á Norðurlandi, því þörfin er mikil og úrræðin fá. Tilgangur ADHD Norðurland er að stuðla að fræðslu, veita félagsmönnum stuðning, veita yfirvöldum aðhald og vinna á fordómum sem fyrirfinnast í samfélaginu sem og hjá hinu opinbera. Dagskráin verður ekki of formleg.
1. Fundur settur
2. ADHD Samtökin – starfsemi og stefna
3. Staða ADHD á Íslandi og Norðurlandi
4. Almenn umræða og stefnumótun félagsins
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og fá tilkynningar um viðburðinn hér á Facebook síðu viðburðarins: https://fb.me/e/3R1wyIgw5
Hægt er að ganga í ADHD samtökin á heimasíðu samtakanna: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt
Húsið opnar kl.12:45 og verður heitt á könnunni og kruðerí með því.
Hlökkum til að sjá sem flesta!!