ADHD og Jólin - Spjallfundur á Akureyri

24. nóvember 2020 kl. 16:30 - ADHD og Jólin.

Á fundinum verður fjallað um undirbúning jóla og ADHD. Dr Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur fjallar um, hvernig ýmislegt í jólaundirbúningnum, spenningnum sem fylgir jólunum og breyttri rútínu fjölskyldunnar í jólafríinu, getur valdið streitu og erfiðleikum hjá börnum og fólki með ADHD og gefur góð ráð um hvernig hægt er að bregðast við. Jólin eru enda og eiga að vera, hátíð gleðinnar hjá fólki með ADHD ekki síður en öðrum.

Við bendum líka á upptökur af nokkrum fræðslufundum ADHD samtakanna um ýmis ADHD málefn sem nálgast má hér.

Skráðu þig á Facebook viðburð spjallfundanna - fáðu áminningu.