Súper stelpur - Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 13-16 ára stelpur

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Sjálfstyrk og er ætlað stúlkum 9 til 12 ára með ADHD. Á námskeiðinu læra stelpurnar leiðir til þess að efla sjálfsmynd, félagsfærni, tilfinningastjórnun og líkamsvirðingu. Unnið er út frá aðferðum hugrænni atferlismeðferðar (HAM), díalektískrar atferlismeðferðar (DAM), núvitundar og yoga.

Paola Cardenas og Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingar Sjálfstyrks kenna námskeiðið og er allt efni byggt á gagnreyndum sálfræðimeðferðum. Viðgjöf er veitt til foreldra á meðan námskeiði stendur. Sjálfsmatskvarðar eru lagðir fyrir þátttakendur og viðgjöf veitt til foreldra í lok námskeiðs.

Námskeiðið verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.