ADHD og skólastarf á tímum COVID - spjallfundur á Akureyri

Opinn spjallfundur á Akureyri um ADHD og skólastarf á tímum COVID.
Opinn spjallfundur á Akureyri um ADHD og skólastarf á tímum COVID.

ADHD og skólastarf á tímum COVID. ADHD Norðurland stendur fyrir opnum spjallfundi á Akureyri, um ADHD og skólastarf á tímum COVID,  þriðjudaginn 29. september næstkomandi. Fundurinn fer fram í húsnæði Grófarinnar, Hafnarstræti 95 og hefst kl. 16:30.

Skólastarf er að hefjast um þessar mundir í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum landsins. Víðast hvar mun COVID faraldurinn hafa mikil áhrif á allt starfið, bæði kennsluna, námið og öll samskipti innann skólasamfélagsins. Sem betur fer, erum við á margann hátt reynslunni ríkari en í vor, þegar faraldurinn skall á og mikilvægt er að nýta þá reynslu til góðs á komandi misserum. Á spjallfundinum mun Bóas Valdórsson, sálfræðingur miðla af reynslu sinni í þessum efnum, en auk þess að vera sérfræðingur í málefnum fólks með ADHD hefur hann starfað sem skólasálfræðingur í MH undanfarin ár. Bóas þekkir því vel þær áskoranir sem skólasamfélagið þurti að takast á við vegna COVID og hefur ýmis góð ráð um hvernig þeim verði best mætt - bæði af nemendum, kennurum og skólasamfélaginu almennt. Bóas hefur um nokkurt skeið, haldið úti hlaðvarpinu Dótakassinn, þar sem fjallað er um ungt fólk og hvernig það getur haft jákvæð áhrif á líf sitt og heilsu.

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakannabækur um ADHD og annað fræðsluefni.

Spjallfundir ADHD Norðurland eru haldnir í Grófinni, Hafnarstræti 95, 4. hæð, fyrir ofan Apótekarann í göngugötunni. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir. Hægt er að skrá sig á Facebook viðburð fundanna, þar sem fram koma fyrirhugaðir fundir á Akureyri og fundarefni, en áætlað er einn spjallfundur verði haldinn í hverjum mánuði - skráning hér. 

Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi slóð - ganga í ADHD samtökin.

Enginn aðgangseyrir er að fundunum og er ávallt heitt á könnunni.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!