Grunnskólinn, leikskólinn og ADHD

Grunnskólinn og ADHD og Leikskólinn og ADHD eru tvö fjarnámskeið sem er hvort um sig 4 klst og fara fram frá kl. 10:00 - 14:00. Námskeiðin hafa þau markmið að fræða kennara og leiðbeinendur þannig þau öðlist meiri skilning á ADHD röskuninni og hvernig hægt er að aðstoða nemendur að yfirstíga hindranir sem hún veldur. Þannig verður farið yfir birtingamyndir ADHD , skipulag kennslu, tól og tæki sem nýtast í kennslu og kenndar verða aðferðir sem geta dregið úr óæskilegri hegðun og styrkja æskilega hegðun með því að byggja á styrkleikum nemandans. Kenndar verðar aðferðir um hvernig draga má úr óæskilegri hegðun og styrkja æskilega hegðun með því að byggja á styrkleikum nemandans. Samskipti, samvinna og samræmd viðbrögð þeirra sem koma að nemendum með ADHD geta skipt sköpum. Farið er yfir leiðir til að eiga farsæl samskipti milli skóla og heimilis. Hvað er ADHD fókus og hvernig getur kennarinn aðstoðað nemendur við að finna sinn fókus. Þess má geta að það sem virkar fyrir nemendur með ADHD virkar í flestum tilfellum fyrir alla. hvetjum því alla sem starfa í grunn- eða leikskólum að taka þátt.

Grunnskólinn og ADHD

Fjarnámskeið grunnskólinn og ADHD er ætlað grunnskólakennara og leiðbeinendur þar sem grunur leikur á ADHD eða greining liggur fyrir. Námskeiðið fer fram 2. mars frá kl. 10:00 - 14:00 á zoom. Fyrirlesarinn er Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og hegðunarráðgjafi.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

Leikskólinn og ADHD

Fjarnámskeið leikskólinn og ADHD er ætlað leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskóla sem vinna með börnum þar sem grunur leikur á ADHD eða greining liggur fyrir. Starfsfólk Frístundar í grunnskólum er einnig hvatt til að nýta sér þetta námskeið því námskrá leikskóla, þar sem áhersla er á nám í gegnum leikinn, er mjög líkt ákjósanlegu fyrirkomulagi Frístunda. Námskeiðið fer fram 9. mars frá kl. 10:00 - 14:00 á zoom. Fyrirlesari er Katrín Ruth Þorgeirsdóttir, Ráðgjafarþroskaþjálfi og Hegðunarráðgjafi.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.