Heillandi hugmyndir eða óþolandi þörf fyrir að gera hlutina öðruvísi?

Spjallfundur Heillandi hugmyndir eða óþolandi þörf fyrir að gera hlutina öðruvísi?
Spjallfundur Heillandi hugmyndir eða óþolandi þörf fyrir að gera hlutina öðruvísi?
17. febrúar kl. 20:30-22:00 Háaleitisbraut 13, 4. hæð

ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um styrkleika starfsmanna og stjórnenda með ADHD 17. febrúar nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - 4. hæð og er ætlaður fólki með ADHD og öllu áhugafólki um öflugt atvinnulíf og ADHD. Fundinum verður einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni.

Heillandi hugmyndir eða óþolandi þörf fyrir að gera hlutina öðruvísi?
• Lyklar að skemmtilegu samstarfi

Styrkleikar fólks með víðhygli (ADHD) eru fjölbreyttir og margslungnir.  Í þessum fyrirlestri mun Aðalheiður ræða um birtingamynd þessara styrkleika og nokkra lykla sem geta nýst bæði starfsmönnum og stjórnendum svo hæfnisþættir og styrkleikar tengdir ADHD fái notið sín enn betur á vinnustaðnum.      Aðalheiður Sigursveinsdóttir hélt fyrirlesturinn „Æskilegt er að umsækjendur séu með ADHD“ á síðasta ári við góðar undirtektir. Aðalheiður er markþjálfi og stjórnunarráðgjafi með víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi.  Í fyrirlestrinum byggir hún á eigin reynslu og innsýn af því að vinna með fjölmörgum snillingum með ADHD. 

Við mælum með þessum fyrirlestri, það er aldrei að vita nema að þú fáir góða hugmynd í kjölfarið.

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakanna, bækur um ADHD og annað fræðsluefni.

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.

Spjallfundir ADHD samtakanna í Reykjavík eru yfirleitt fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði og má sjá dagskrána framundan hér: Spjallfundir ADHD samtakanna.

Skráðu þig á Facebook viðburð spjallfundarins og fáðu áminningu 

Fundinum verður einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni.

Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.