Spjallfundur fellur niður í kvöld!

Takk ADHD! But með fordóma og mýtur um líf með ADHD.
Takk ADHD! But með fordóma og mýtur um líf með ADHD.
Spjallfundur fellur niður i kvöld.
Vegna veikinda, verður því miður að fella niður spjallfundinn sem átti að vera í kvöld, miðvikudaginn 6.11. kl. 20:30. Næsti fundur verður 20.11. um lyf og ADHD.
 

Takk ADHD! ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um mikilvægi breyttra og jákvæðari viðhorfa í garð ADHD, ekki síst hvað varðar lyfjagjöf, greiningar og ADHD almennt, miðvikudaginn 6. nóvember nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD.

Að vera með ADHD er sem betur fer ekki tabú lengur. Engu að síður þurfa börn og fullorðnir með ADHD reglulega að takast á við mýtur og fordóma, ekki síst vegna notkunar lyfja og áhrifa röskunarinnar á daglegt líf.  Á fundinum munu Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum fjalla um ýmsar lífseigar mýtur og fordóma, sem enn lifa um ADHD, ekki síst í fjölmiðlum og ræða leiðir til lausna en Jóna Kristín skrifaði nýverið grein um þessi mál sem vakti mikla athygli og hratt af stað samfélagsbylgju undir merkjunum #takkADHD og #takkADHDLyf. Greinina má finna hér: Mamma ertu að dópa mig? 

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakannabækur um ADHD og annað fræðsluefni.

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.

Spjallfundir ADHD samtakanna eru yfirleitt fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði og má sjá dagskrána framundan hér: Spjallfundir ADHD samtakanna.

Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.