Taktu stjórnina - Fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD

Skráning er hafin á hið sívinsæla fræðslunámskeið ADHD samtakanna - Taktu stjórnina! sem verður haldið á þriðjudögum 31. október., 7., 14., og 21. nóvember. Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fjögur skipti, 2 og 1/2 klukkukstund í senn frá kl. 17:00 - 19:30 alla dagana.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!

Markmið námskeiðsins:

  • Markmiðið er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari.

Námskeiðið verður að haldið í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Leiðbeinendur verða Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur og Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og þroskaþjálfi.

 

Námskeiðsverð:

39.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna
44.000 kr fyrir aðra

Innifalið í námskeiðsgjaldi er hressing og bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar 5.900 kr. ein og sér.

Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að skrá sig hér

Fyrir frekari upplýsingar og til að skrá sig smellið hér

Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is