Vinnulag við greiningu og meðferð ADHD - Endurskoðuð útgáfa á vef Landlæknisembættisins

Í leiðbeiningunum, sem eru 37 blaðsíður, er ítarlega farið yfir helstu atriði er varða þessa röskun, bæði meðal barna og fullorðinna, og er stuðst við mikinn fjölda heimilda.

Vinnulag það sem nú kemur út er sambland klíniskra leiðbeininga og verklagsreglna, eins og segir í formála. „Það er fyrst og fremst ætlað fagfólki sem vinnur við athugun, greiningu og meðferð á ADHD, en aðrir sem gætu haft gagn af eru einstaklingar með ADHD og fjölskyldur þeirra, félög sem starfa að hagsmunum einstaklinga með ADHD, starfsfólk skóla, félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu, opinberir aðilar og stjórnmálamenn.

Þess er vænst að leiðbeiningar þessar geri heilbrigðis- og skólakerfið betur í stakk búið til að sinna þörfum þeirra sem eiga við þessa röskun að stríða.“

Leiðbeiningunum verður dreift til lækna, sálfræðinga og annarra sem málið varðar.

Sjá nánar hér: http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=2373

Fréttin er tekin af vef Landlæknisembættisins.