Samskipti foreldra og barna með ADHD - Vestmannaeyjar

  • ADHD Eyjar bjóða upp á spjallfund með Sólveigu Ásgrímsdóttur, sálfræðingi þann 20. maí kl. 17:30-19:00.
  • Spjallfundurinn er ætlaður foreldrum/forráðamönnum barna og öðrum aðstandendum fólks með ADHD og öllu öðru áhugafólki um uppbyggileg og gagnleg samskipti i uppeldi barna.
  • Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur hefur veg og vanda að spjallfundinum og mun hún koma víða við. Í þessum fyrirlestri mun Sólveig meðal annars koma inn á óhlýðnikeðjuna, um samstöðu foreldra, umbunarkerfi, uppbyggileg samtöl og samskipti, hvernig við getum dregið fram góða hegðun og mikið meira.
    Sólveig hefur lengi starfað innan málaflokksins en hún starfaði fyrst sem skólasálfræðingur og síðar sálfræðingur á BUGL og tók þátt í að byggja upp þjónustu við börn með ADHD þar. Tók síðar við starfi forstöðumanns og sálfræðings á Stuðlum en þangað komu margir unglingar með ADHD. Sólveig hefur lengi sinnt fræðslu á vegum ADHD samtakanna og situr nú í stjórn þeirra.
  • Spjallfundir ADHD Eyjar eru haldnir í fundarsal á flugvelli Vestmannaeyja, gengið inn um vestur inngang. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.
  • Fundirnir hefjast kl. 17:30 og þeim lýkur yfirleitt um kl. 19:30. Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.

Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.