Vefnámskeið - Grunnskólinn og ADHD

Vefnámskeiðið Grunnskólinn og ADHD, fyrir grunnskólakennara og leiðbeinendur

Farið verður yfir birtingamyndir ADHD í skólanum, skipulag kennslu, tól og tæki sem nýtast í kennslu. Kenndar verðar aðferðir um hvernig draga má úr óæskilegri hegðun og styrkja æskilega hegðun með því að byggja á styrkleikum nemandans.  Samskipti, samvinna og samræmd viðbrögð þeirra sem koma að nemendum með ADHD geta skipt sköpum. Farið er yfir leiðir til að eiga farsæl samskipti milli skóla og heimilis. Hvað er ADHD fókus og hvernig getur kennarinn aðstoðað nemendur við að finna sinn fókus. Þess má geta að það sem virkar fyrir nemendur með ADHD virkar í flestum tilfellum fyrir alla. hvetjum því alla sem starfa innan skólakerfisins að taka þátt.

Fyrirlesari Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og hegðunarráðgjafi.

 

 

Hægt er að ganga í ADHD samtökin hér.