Hvað verður um ADHD'ið eftir 67 ára- spjallfundur í Reykjavík

Hvað verður um ADHD'ið eftir 67 ára?

ADHD samtökin halda opinn spjallfund í Reykjavík að Háaleitisbraut 13, 4. hæð um ADHD og eldra fólk, miðvikudaginn 18 ágúst kl. 20:30. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsúm leyfir. 

  • Fundinum verður einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni.
Öll þekkjum við þegar eldra fólk er sagt vera með elliglöp, sé farið að kalka eða ekki með sjálfu sér... En hvað með ADHD, einhverfu eða aðrar raskanir...? Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna mun á fundinum fjalla um rannsóknir sínar á ADHD meðal eldra fólks, en Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og m.a. gefið út bókina Ferðalag í flughálku, um ADHD og unglinga, sem nýverið fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ.
 

Mætum og bjóðum vinum með og byggjum upp öflugt ADHD samfélag á Íslandi

Skráðu þig á Facebook viðburð spjallfundanna og fáðu áminningu.

Yfirlit yfir spjallfundi má sjá hér

Við bendum líka á upptökur af nokkrum fræðslufundum ADHD samtakanna um ýmis ADHD málefn sem nálgast má hér.

Gerast félagsmaður. Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.