Lyf og börn með ADHD - opinn spjalfundur

Opinn spjallfundur um lyf og börn með ADHD.
Opinn spjallfundur um lyf og börn með ADHD.

Lyf og börn með ADHD. ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um lyf og börn með ADHD 29. janúar nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD.

Mikil umræða hefur verið um notkun lyfja og ADHD á liðnum misserum og víða má greina fordóma og vanþekkingu um þessi mál. Á fundinum verður farið yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta. Umsjón með fundinum hafa Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna.

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakannabækur um ADHD og annað fræðsluefni.

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.

Spjallfundir ADHD samtakanna eru yfirleitt fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði og má sjá dagskrána framundan hér: Spjallfundir ADHD samtakanna.

Ef þú vilt ganga í ADHD samtökin, er hægt að gera það hér. Ganga í ADHD samtökin.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.