Betra líf með ADHD - Spjallfundur í Reykjavík

ADHD samtökin standa fyrir opnum spjallfundi í Reykjavík um betra líf með ADHD, miðvikudaginn 15. september næstkomandi. Fundurinn fer fram í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 og hefst kl. 20:30.

Daglegt líf með ADHD getur sannarlega verið áskorun. Á spjallfundinum skoðum við hvernig vinna má með þessar áskoranir daglegs lífs og jafnvel vekja gamla drauma til lífs! Við skellum á okkur linsum ADHD markþjálfunar og skoðum hvernig má takast á við ADHD og njóta þess. Umsjónarmaður fundarins er Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum.

Fundurinn ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD.

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakanna, bækur um ADHD og annað fræðsluefni.

Spjallfundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir. Hægt er að skrá sig á Facebook viðburð fundanna, þar sem fram koma fyrirhugaðir fundir í Reykjavík og fundarefni, en áætlað er einn spjallfundur verði haldinn í hverjum mánuði. Sjá hér

Við bendum líka á upptökur af nokkrum fræðslufundum ADHD samtakanna um ýmis ADHD málefn sem nálgast má hér.

Skráðu þig á Facebook viðburðinn - skáning hér 

Gerast félagsmaður - Skráningin í samtökin hér