Æskilegt er að umsækjendur séu með ADHD - opinn spjallfundur í Vestmannaeyjum.

Opinn spjallfundur í Vestmannaeyjum um styrkleika starfsmanna og stjórenda með ADHD.
Opinn spjallfundur í Vestmannaeyjum um styrkleika starfsmanna og stjórenda með ADHD.

ADHD Eyjar bjóða uppá reglulega opna spjallfundi um ADHD í Vestmannaeyjum. Spjallfundirnir verða einu sinni í mánuði og er fjallað um sérstakt málefni í hvert og eitt sinn. Dagskrá vetrarins má kynna sér hér - dagskrá vetrarins. ADHD samtökin bjóða einnig upp á sambærilega spjallfundi í Reykjavík og á Akureyri og vonir standa til að fleiri sveitarfélög bætist við á næstu misserum.

Næsti spjallfundur verður haldinn fimmtudaginn 16. janúar kl. 20.00 og  ber yfirskriftina „Æskilegt er að umsækjendur séu með ADHD“ – manstu ekki eftir að hafa séð þessa setningu í atvinnuauglýsingu?Á fundinum mun Aðalheiður Sigursveinsdóttir ræða styrkleikleika starfsmanna og stjórnenda með ADHD, hvað felst í þessum eiginleikum og hvernig þeir vinna með okkur.  Við eigum von á kraftmiklum umræðum og innblæstri.

Aðalheiður Sigursveinsdóttir er ráðgjafi og stjórnendamarkþjálfi og stoltur meðlimur ADHD samfélagsins.  Aðalheiður hefur mikla starfsreynslu sem stjórnandi og ráðgjafi og hefur því góða innsýn í íslenskt atvinnulíf. Frekari upplýsingar um Aðalheiði er að finna á www.breyting.is. 

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakannabækur um ADHD og annað fræðsluefni.

 

Spjallfundir ADHD Eyjar eru haldnir í sal Hamarsskólans, gengið er inn vestanmegin. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir. Fundirnir hefjast kl. 20:00 og þeim lýkur yfirleitt um kl. 22:00. Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.

Skráðu þig strax á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast - skráning hér. Við bendum líka á umræðuhópinn ADHD Eyjar, þar sem hægt er að leita ráða og ræða allt sem tengist ADHD - hópurinn er hér.

Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt