ADHD - greining, meðferð og lyf bjarga lífum!
Þrátt fyrir áralanga baráttu ADHD samtakanna fyrir bættri þjónustu við fólk með ADHD, hafa biðlistar eftir ADHD greiningum lengst ár frá ári - bæði hjá börnum og fullorðnum. Nú í lok árs 2022 eru hátt í níu hundrðu börn sem bíða eftir greiningu og yfir 1200 fullorðnir - biðtíminn getur orðið tvö til þrjú ár!
Þessi langi biðtími eftir greiningum, skortur á meðferðarrúrræðum og gríðarlegir fordómar gagnvart notkun ADHD lyfja skerða lífsgæði þúsunda einstaklinga á degi hverjum og valda þeim og samfélaginu öllu gríðarlegum skaða. Aðgerðarleysi stjórnvalda er í raun óskiljanlegt enda málið grafalvarlegt - dauðans alvara!
Til að vekja athygli á ástandinu og auka þekkingu og skilning á mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD hafa ADHD samtökin rætt við nokkra einstaklinga um reynslu þeirra og tekið saman upplýsingar um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja fyrir fólk með ADHD og samfélagið í heild.
Samantekt um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja fyrir fólk með ADHD.
Stutt fræðslumyndbönd: