Sumar- og haustnámskeið ADHD samtakanna

Sumar- og haustnámskeið ADHD samtakanna
Sumar- og haustnámskeið ADHD samtakanna

Sumar- og haustnámskeið ADHD samtakanna - skráning hafin!

Opnað hefur verið fyrir skráningu á næstu námskeið ADHD samtakanna Framboðið er meira en nokkru sinni fyrr. Áfram verða á dagskránni námskeið sem hafa verið í boði með einum eða öðrum hætti á liðnum árum og hafa hlotið mikið lof meðal þátttakenda en nú bætast einnig við ný og spennandi sjálfsstyrkingarnámskeið og sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni með ADHD.

Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur fyrstur fær. Hægt er að ganga í ADHD samtökin hér - ganga í ADHD samtökin.

Nánar má fræðast um námskeiðin hér fyrir neðan:

 

Sumarnámskeið í Tölvuleikjagerð og Minecraft fyrir 7-10 ára börn með ADHD.
Skema í HR og ADHD samtökin halda námskeið í Tölvuleikjagerð og Minecraft. Skema stendur fyrir fjölbreyttum tækninámskeiðum og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Þetta er fyrsta námskeiðið sem ADHD samtökin og Skema bjóða uppá saman. Námskeiðið er tvískipt. Annars vegar verður tölvuleikjagerð í Scratch og hins vegar sköpun í Minecraft. 

Þátttakendur fá að kynnast Scratch forritunarumhverfinu og læra að skapa, forrita og hanna sína eigin tölvuleiki. Scratch er sérsniðið að byrjendum í forritun en þar er notast við sjónrænt forritunarmál sem byggir á litríkum skipanakubbum. Þátttakendur öðlast grunnþekkingu á forritun, stafrænni hönnun og framkvæmd eigin hugmynda.

Minecraft er vinsæll tölvuleikur þar sem eina takmarkið er eigið hugmyndaflug. Þátttakendur fá að læra grunninn í leiknum, ýmis brögð og brellur og vinna saman við að byggja upp samfélag með öðrum. Þátttakendur spila í sama heimi og geta unnið saman við verkefnavinnu. 

Námskeiðið verður haldið á Háaleitisbraut 13, 4.hæð í húsnæði ADHD samtakanna. Kennsla fer fram í tvær vikur frá 12. júní til 21. júní, á mánudögum og miðvikudögum frá kl.10:00-12:30. Létt hressing í boði.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

 

Rafíþróttir fyrir stelpur og stráka
ADHD samtökin og Rafíþróttadeild Fylkis standa fyrir sumarnámskeiði í Rafíþróttum fyrir 10-13 ára börn (stelpur og strákar)  með ADHD. Æfingatímabilið er frá 12. júní - 22. júní, átta skipti alls. Æfingar fara fram fjórum sinnum í viku og eru æfingarnar í 90 mínútur í senn. Æfingar eru frá kl. 17:30 - 19:00. Á æfingum hjá Rafíþróttadeild Fylkis er lögð áhersla á jákvæða tölvuleikjaspilun, líkamlega og andlega heilsu og liðsheild. Iðkendur hita upp og stunda líkamlegar hreyfingu, læra heilbrigða spilunarhætti og vinna saman sem lið. Fylkir sér fyrir öllum æfingatækjum, leikjum og aðgöngum en þátttakendum er velkomið að spila aðra leiki eða skrá sig inn á sína aðganga. Hámark eru 10 í hverjum æfingahóp. Námskeiðin fara fram í rafíþrótta aðstöðu Fylkis, Norðlingabraut 12. Við hvetjum forráðamenn til þess að vera meðvitaðir um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forráðamanna og við skráningu er forráðamaður að senda samþykki sitt við því að iðkandinn spili þann leik sem hann hefur verið skráð á æfingar fyrir. 

Rétt er að taka fram að allir rafíþróttaþjálfarar Fylkis fara í gegnum ADHD fræðslu hjá samtökunum í þeim tilgangi að mæta betur þörfum þátttakenda.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

 

Áfram stelpur! Fræðslu og sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur með ADHD
Áfram stelpur! er fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur með ADHD. Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir þeirra og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Áhersla er lögð á þau hugrænu ferli sem liggja að baki algengum áskorunum sem konur með ADHD mæta í daglegu lífi, hvort sem er í námi, starfi, heimilislífi, félagslegum samskiptum eða uppeldi. Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi með það fyrir augum að draga úr streitu og vanmáttarkennd, fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu.

Til að anna eftirspurn eru námskeiðin tvö, í Ágúst og September og standa þau bæði í 9 klukkustundir - þrjú skipti, 3 klukkustundir í senn. Fyrra námskeiðið hefst mánudaginn 28. ágúst og lýkur 11. september. Kennsla fer fram á mánudögum á milli 17:00 til 20:00. Námskeiðið er kennt í húsakynnum ADHD samtakanna. Seinna námskeiðið hefst fimmtudaginn 28. september og lýkur 12. október. Kennsla fer fram á fimmtudögum á milli 10:00 til 13:00. Námskeiðið er kennt í Lífsgæðasetrinu St. Jósefsspítala.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar kr. 5.900,- ein og sér.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér fyrir Ágúst og hér fyrir September.

 

Aðstandendanámskeið fyrir aðstandendur barna á aldrinum 6 - 12 ára
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna og ungmenna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur barna og ungmenna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt.

Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, laugardagana 4. og 11. nóvember 2023, frá kl. 10:00-15:00 en boðið verður uppá fjarfundarbúnað fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

 

Aðstandendanámskeið fyrir aðstandendur unglina á aldrinum 13 - 18 ára
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna og ungmenna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur barna og ungmenna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt.

Námskeiðið verður haldið í Reykjavík, laugardagana 7. og 14. nóvember 2023, frá kl. 10:00-15:00 en boðið verður uppá fjarfundarbúnað fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

 

Taktu stjórnina - fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD
Markmið námskeiðsins er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari.

Námskeiðin eru tvö þetta haustið, annars vegar í Október og hins vegar í Nóvember og standa þau bæði í 10 klukkustundir - fjögur skipti, 2,5 klukkustundir í senn. Kennsla á fyrra námskeiðinu er fer fram á miðvikudögum og er er fyrsti kennsludagur 4. október og stendur námskeiðið til 25. október. Kennsla í seinna fer fram á þriðjudögum, hefst 31. október og líkur 21. nóvember. Kennsla í báðum námskeiðunum er milli 17:00 oo 19:30.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar kr. 5.900,- ein og sér.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér fyrir Október og hér fyrir Nóvember.

 

Áfram veginn! Fjarnámskeið fyrir fullorðna með ADHD
Ertu eldri en 18 ára, kannski nýgreindur með ADHD eða fékkstu greiningu fyrir einhverju síðan? Þá er fjarnámskeiðið „Áfram Veginn” mögulega námskeið fyrir þig!

Fjarnámskeiðið Áfram veginn! er námskeið fyrir fullorðna með ADHD. Þar ætlum við að fræðast um ADHD með styrkleika að leiðarljósi en með auknum skilningi á þínu ADHD eykur þú líkurnar á betri stjórn og auknum lífsgæðum í daglegu lífi. Áskoranir ADHD geta haft margvísleg áhrif í daglegu lífi. Á námskeiðinu skoðum við hvar þær liggja og aðferðir til að takast á við þær og ná betri tökum á þeim.

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM laugardagana 11 og 18. nóvember 2023 frá kl. 11:00 til 13:00 hvorn dag.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

 

Understanding ADHD
The purpose of the webinar is to provide an overview and practical insight into attention deficit hyperactivity disorder in adults and children. The two-part webinar is designed to cater to participants with the necessary information and tools to better understand their ADHD or/and support their kids.

The Two-Part webinar is in total 4 hours long and takes place on two Saturdays 23rd and 30th September. Each part is 2 hours.

Date and time: two Saturdays, 23rd and 30th September from 11:00-13:00.

Registration form and further information here.

 

Leikskólinn og ADHD
Vefnámskeið sem er ætlað leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskóla sem vinna með börnum þar sem grunur leikur á ADHD eða greining liggur fyrir. Starfsfólk Frístundar í grunnskólum er einnig hvatt til að nýta sér þetta námskeið því námskrá leikskóla, þar sem áhersla er á nám í gegnum leikinn, er mjög líkt ákjósanlegu fyrirkomulagi Frístunda.

Námskeið þetta gefur þátttakendum tækifæri á að efla þekkingu sína á ADHD og þeim eiginleikum og áskorunum sem því getur fylgt. Farið verður m.a. yfir skipulag kennslu, tól og tæki sem nýtast í kennslu og kenndar verða aðferðir sem geta dregið úr óæskilegri hegðun og styrkja æskilega hegðun með því að byggja á styrkleikum nemandans. Samskipti, samvinna og samræmd vinnubrögð sem koma að nemendum með ADHD geta skipt sköpum. Farið verður yfir leiðir til að eiga farsæl samskipti milli heimilis og skóla. Þess ber að geta að það sem virkar fyrir nemendur með ADHD virkar í flestum tilfellum fyrir aðra og því er fólk hvatt til að sækja sér þetta námskeið.

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM laugardaginn 21. október 2023 frá kl. 10:00 til 14:00.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

 

Grunnskólinn og ADHD
Fjarnámskeið fyrir kennara og leiðbeinendur í grunnskólum um birtingarmyndir ADHD og úrræði sem virka í kennslu, samskiptum og starfi.

Farið verður yfir birtingamyndir ADHD í skólanum, skipulag kennslu, tól og tæki sem nýtast í kennslu. Kenndar verðar aðferðir um hvernig draga má úr óæskilegri hegðun og styrkja æskilega hegðun með því að byggja á styrkleikum nemandans.  Samskipti, samvinna og samræmd viðbrögð þeirra sem koma að nemendum með ADHD geta skipt sköpum. Farið er yfir leiðir til að eiga farsæl samskipti milli skóla og heimilis. Hvað er ADHD fókus og hvernig getur kennarinn aðstoðað nemendur við að finna sinn fókus.

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM laugardaginn 26. ágúst 2023 frá kl. 10:00 til 14:00.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

 

Skólaumhverfið og ADHD - fyrir starfsfólk utan skólastofunnar
Frímínútur, matsalur, færsla í og úr tímum, fataklefar, íþróttaaðstaðan og tómstundamiðstöðin eru staðir sem börn með ADHD eiga hvað erfiðast með og í þessum aðstæðum aukast líkur á árekstrum. Skilningur og rétt viðbrögð starfsfólks skóla og frístundamiðstöðva geta dregið úr slíkum atvikum og bætt líðan. Á þessu námskeiði er farið yfir birtingamyndir ADHD, hvernig hægt er með gagnreyndum aðferðum að draga úr óæskilegum uppákomum og styrkja sjálfsmynd barna með ADHD með því að byggja á styrkleikum. Samskipti og samvinna þeirra sem koma að börnum með ADHD geta skipt sköpum ásamt því að samræma viðbrögð.

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM laugardaginn 2. september 2023 frá kl. 10:00 til 13:00.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

 

ADHD og ég - Strákar 10-12 ára
Er helgarnámskeið sem fer fram daganna 9. og 10. september og hefur það að markmiði að þátttakendur öðlist meiri skilning á ADHD röskuninni og hvernig hægt er að yfirstíga hindranir sem hún veldur, fái fleiri verkfæri sem nýtast í samskiptum og stuðla að bættri líðan, skilji að allir geri mistök og hvernig má nýta þau til að læra af þekki betur tilfinningar sínar og kynnist aðferðum til að efla tilfinningastjórnun.

Eftir námskeiðið fá aðstandendur upplýsingar og leiðbeiningar um efnið sem farið er yfir á námskeiðinu og tillögur að áframhaldandi vinnu með sínu barni. Umsjónarmenn námskeiðs eru Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og Paula Newman, BA sálfræði og MPH Lýðheilsufræði.

Námskeiðið er helgarnámskeið og er samtals 5 klst. og er hvorum degi skipt upp í minni verkefni og umræður með reglulegu uppbroti og heilahvíld. Eins og áður kom fram þá er kennt daganna 9. og 10. September frá 10:00 til 12:30.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

 

ADHD og ég - Stelpur 10-12 ára
Er helgarnámskeið sem fer fram daganna 9. og 10. september og hefur það að markmiði að þátttakendur öðlist meiri skilning á ADHD röskuninni og hvernig hægt er að yfirstíga hindranir sem hún veldur, fái fleiri verkfæri sem nýtast í samskiptum og stuðla að bættri líðan, skilji að allir geri mistök og hvernig má nýta þau til að læra af þekki betur tilfinningar sínar og kynnist aðferðum til að efla tilfinningastjórnun.

Eftir námskeiðið fá aðstandendur upplýsingar og leiðbeiningar um efnið sem farið er yfir á námskeiðinu og tillögur að áframhaldandi vinnu með sínu barni. Umsjónarmenn námskeiðs eru Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og Paula Newman, BA sálfræði og MPH Lýðheilsufræði.

Námskeiðið er helgarnámskeið og er samtals 5 klst. og er hvorum degi skipt upp í minni verkefni og umræður með reglulegu uppbroti og heilahvíld. Eins og áður kom fram þá er kennt daganna 9. og 10. September frá 13:00 til 15:30.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

 

ADHD og fjármál - Stutt fjarnámskeið með aðferðum sem virka fyrir fólk með ADHD.
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áskoranir varðandi ADHD og fjármála yfirsýn. Við förum yfir hvernig við getum byggt upp betra samband við fjármálin okkar, vinnum með hvatvísi og segjum bless við skömmina sem fylgir oft óreiðu í fjármálum. Við lærum mismunandi aðferðir til að setja okkur fjárhagsleg markmið og standa við þau og hvar við getum sparað. Við förum yfir hvernig er hægt að halda heimilisbókhald á einfaldan og skemmtilegan hátt og hvernig við búum okkur til ADHD vænar fjármála rútínur. Við einbeitum okkur betur að því að byggja upp jákvæðar tilfinningar fyrir fjármálin okkar og hvað það kostar okkur í raun og veru að lifa. Þú færð verkfæri eftir námskeiðið til þess að vera betur tengd við peningana þína til að stjórna þeim í stað þess að þeir stjórni þér.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Valdís Hrönn Berg, fjárhagsmarkþjálfi.

Námskeiðið fer fram í gegnum Zoom, laugardagana 26. ágúst og 2. september milli 10:00 og 12:00 báða dagana.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

 

ADHD og ég - Strákar 13-15 ára

Er helgarnámskeið sem fer fram daganna 23. og 24. september og hefur það að markmiði að þátttakendur öðlist meiri skilning á ADHD röskuninni og hvernig hægt er að yfirstíga hindranir sem hún veldur, fái fleiri verkfæri sem nýtast í samskiptum og stuðla að bættri líðan, skilji að allir geri mistök og hvernig má nýta þau til að læra af þekki betur tilfinningar sínar og kynnist aðferðum til að efla tilfinningastjórnun.

Eftir námskeiðið fá aðstandendur upplýsingar og leiðbeiningar um efnið sem farið er yfir á námskeiðinu og tillögur að áframhaldandi vinnu með sínu barni. Umsjónarmenn námskeiðs eru Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og Paula Newman, BA sálfræði og MPH Lýðheilsufræði.

Námskeiðið er helgarnámskeið og er samtals 5 klst. og er hvorum degi skipt upp í minni verkefni og umræður með reglulegu uppbroti og heilahvíld. Eins og áður kom fram þá er kennt daganna 23. og 24. September frá 10:00 til 12:30.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

 

ADHD og ég - Stelpur 13-15 ára

Er helgarnámskeið sem fer fram daganna 23. og 24. september og hefur það að markmiði að þátttakendur öðlist meiri skilning á ADHD röskuninni og hvernig hægt er að yfirstíga hindranir sem hún veldur, fái fleiri verkfæri sem nýtast í samskiptum og stuðla að bættri líðan, skilji að allir geri mistök og hvernig má nýta þau til að læra af þekki betur tilfinningar sínar og kynnist aðferðum til að efla tilfinningastjórnun.

Eftir námskeiðið fá aðstandendur upplýsingar og leiðbeiningar um efnið sem farið er yfir á námskeiðinu og tillögur að áframhaldandi vinnu með sínu barni. Umsjónarmenn námskeiðs eru Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og Paula Newman, BA sálfræði og MPH Lýðheilsufræði.

Námskeiðið er helgarnámskeið og er samtals 5 klst. og er hvorum degi skipt upp í minni verkefni og umræður með reglulegu uppbroti og heilahvíld. Eins og áður kom fram þá er kennt daganna 23. og 24. September frá 13:00 til 15:30.

Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.