Höfn Fræðslufundur - ADHD og lífsskeið kvenna

Fræðslufundur, ADHD og lífsskeið kvenna 2. maí kl.20:00 í Nýheimum þekkingarsetri, Höfn.

Á þessum fræðslufundi verður farið  um víðan völl og mun Sigrún Jónsdóttir ADHD markþjálfi fræða um hinar ýmsu hliðar á ADHD og lífsskeiði kvenna.
Gestum gefst kostur á að taka þátt í umræðum og spyrja spurninga.

Boðið er uppá kaffi og með því.

Námskeiðið verður í Nýheimum, þekkingarsetri á Höfn. Leiðbeinandi er Sigrún Jónsdóttir, ADHD og einhverfu markþjálfi.

Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér.

Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is