Hvar er draumurinn - ADHD og svefn - Spjallfundur í Reykjavík

Börn með ADHD upplifa mjög oft erfiðleika með svefn. Ástæðurnar geta verið margskonar og úrræðin sömuleiðis og er reynsla fólks afar mismunandi og einstaklingsbundin. Lyf hafa einnig mismunandi áhrif á einstaklinga hvað þetta varðar. Margar leiðir er þó hægt að fara og verða þær helstu kynntar og ræddar á fundinum. Umsjón hefur Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur og stjórnarkona í ADHD samtökunum.

Skráðu þig á Facebook viðburð spjallfundanna og fáðu áminningu um næsta fund.