Falleg hugsun og fjárstyrkur

Fulltrúar Leikhópsins afhentu í dag ADHD samtökunum fjárstyrk en um er að ræða aðgangseyri á tónleika sem Leikhópurinn efndi til á dögunum. ADHD samtökin færa Leikhópnum hjartans þakkir fyrir stuðninginn við málstað samtakanna og allra þeirra einstaklinga sem í hlut eiga og ekki síst þann hlýhug sem hópurinn sýnir í verki.

Embætti landlæknis: Mataræði barna með ADHD eða einhverfu

Fjölbreyttur og næringarríkur matur, í samræmi við opinberar ráðleggingar um mataræði og reglulegir matmálstímar, stuðla að góðu næringarástandi sem er mikilvægt fyrir vöxt og þroska og vellíðan allra barna. Meðferð við ADHD og einhverfu með sérstöku mataræði er ekki ráðlögð nema þegar grunur er um óþol og ætti þá að vera í samráði við næringarráðgjafa og aðra fagaðila. Embætti landlæknis birtir þessar upplýsingar á vef sínum í dag.