ADHD - greining, meðferð og lyf bjarga lífum!

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og munu ADHD samtökin standa fyrir fjölbreyttum viðburðum til að vekja athygli á málefnum fólks með ADHD. Í ár verður athyglinni sérstaklega beint að mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja fyrir fólk með ADHD og því ófremdarástand sem í þeim málum ríkir hér á landi, en biðtími eftir þessari mikilvægu þjónustu er um tvö ár. Með bréfi þessu viljum við vekja athygli þína á áherslum ADHD samtakanna og bjóða þér á málþing samtakanna þann 27. okt - þú ert númer 1250 í röðinni...

Þú ert númer 1250 í röðinni... Málþing ADHD samtakanna.

Þú ert númer 1250 í röðinni... Opið málþing ADHD samtakanna um afleiðingar ómeðhöndlaðs ADHD, biðlista og samfélagslegan kostnað, fimmtudaginn 27. október kl 13:00 á Grand hotel.

Fræðslufundur í Þorlákshöfn um ADHD og lyf

Fræðslufundur í þorlákshöfn um ADHD og lyf. Mikil umræða hefur verið um notkun lyfja og ADHD á liðnum misserum og víða má greina fordóma og vanþekkingu um þessi mál. Á fundinum verður farið yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta. Skráðu þig á Facebook viðburð spjallfundarins og fáðu áminningu: https://www.facebook.com/events/1299503754186671/?ref=newsfeed

ADHD Reykjavík 8. nóvember Fræðslufundur - ADHD og konur

Fræðslufundur um ADHD og konur. Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi, námskeiðahaldari og stjórnarkona í ADHD samtökunum ætlar að koma og fræða okkur um ADHD og konur sem er hennar hugðarefni. Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur ekki fengið greiningu á ADHD og er það ein af ástæðunum fyrir því að þær eru einn stærsti hópurinn sem tekst á við kulnun í dag. Hvað er til ráða og hvar á að byrja?

Endurskinsmerki ADHD samtakanna - Athygli, já takk!

Árleg fjáröflun ADHD samtakanna með sölu endurskinsmerkja eftir Hugleik Dagsson er hafin. Nú er rétti tíminn til að næla sér í endurskinsmerki fyrir fjölskylduna, enda skammdegið að skella á. Athygli - já takk!

Spjallfundur 11. október - ADHD og bjargráð

Þá er komið að öðrum spjallfundi ADHD Samtakanna í Reykjavík, þetta haustið. Hvort sem þú ert ógreindur, nýgreindur eða langgreindur þá er þessi fundur fyrir þig. Tilgangurinn er að spjalla saman um reynslu okkar af ADHD, og deila bjargráðum sem við notum í lífinu.Fundargestum er frjálst að koma með spurningar, leita ráða og tala um sín hugðarefni. Fundurinn verður í húsakynnum ADHD Samtakanna, Háaleitisbraut 13, á fjórðu hæð. Húsið opnar 19:45 og er opið öllum, heitt á könnunni.