24.03.2015			
	
	Aðalfundur ADHD samtakanna 2015 var haldinn í kvöld, mánudag 23. mars. Fundurinn var einn sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið síðustu árin. Kosið var í stjórn samtakanna og var Elín H. Hinriksdóttir endurkjörin formaður til tveggja ára. Tveir nýir fulltrúar koma inn í stjórn, þau Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og Ásta Sóley Sigurðardóttir, lögfræðingur. Þá samþykkti aðalfundurinn breytingu á lögum ADHD samtakanna sem kveður m.a. á um að formaður megi aldrei sitja lengur en þrjú heil kjörtímabil samfellt.
 
	
		
		
		
			
					19.03.2015			
	
	Minnum á bókina "Leyndardómar heilans - láttu verkin tala" á alþjóðlegri heilaviku.
 
	
		
		
		
			
					18.03.2015			
	
	Fræðslu- og spjallfundur  fyrir fullorðna um ADHD og fíkn verður haldinn í kvöld klukkan 20.30 á Háaleitisbraut 13.
 
	
		
		
		
			
					17.03.2015			
	
	Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hóteli, miðvikudagin 18. mars undir yfirskriftinni "Geðheilbrigði barna"
 
	
		
		
		
			
					17.03.2015			
	
	Barnaheill - Save the Children á Íslandi halda úti fræðsluvefnum verndumbörn.is. Samtökin hafa gefið út nýjan upplýsingabækling um vefinn og ofbeldi gegn börnum. Hægt er að nálgast bæklinginn endurgjaldslaust á skrifstofu Barnaheilla eða panta hann á barnaheill@barnaheill.is.
 
	
		
		
		
			
					16.03.2015			
	
	Fræðslu- og spjallfundur verður haldinn miðvikudaginn 18. mars. Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson leikari með meiru verða með fræðsluerindi um fíkn og í framhaldinu verður rætt um efnið.
 
	
		
		
		
			
					10.03.2015			
	
	Menntun fatlaðs fólks – aðgengi og úrræði. Málþing á Grand hóteli Reykjavík. Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum bjóða til málþings um aðgengi fatlaðra ungmenna að menntun. Málþingið verður fimmtudaginn 12. mars 2015, kl. 12.30–16.00 á Grand Hóteli Reykjavík.
 
	
		
		
		
			
					09.03.2015			
	
	Skráningu er að ljúka á GPS námskeið fyrir stúlkur sem hefst með foreldrakynningu fimmtudaginn 12. mars. 
 
	
		
		
		
			
					02.03.2015			
	
	Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn er haldinn nú á miðvikudaginn 4. mars. Umræðuefnið er unglingar og fíkn.
Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur leiðir fundinn.
 
	
		
		
		
			
					27.02.2015			
	
	Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í viðtali við Fréttatímann í dag að fagfólk á Íslandi sé vel meðvitað um tilvist Fetal Alcohol Syndrome disorder. Gyða andmælir þar fullyrðingum Jónu Margrétar Ólafsdóttur sem fullyrti á dögunum hið gagnstæða. Á heimsvísu er talið að um 1% barna fæðist með FASD en Gyða telur þetta enn fátíðara á Íslandi. Hún segir ekki ástæðu til að telja að hluti barna með ADHD glími við náms- og einbeitingarerfiðleika vegna vímuefnaneyslu móður á meðgöngu, og bendir á að erfðaþættir séu almennt taldir sterkastir þegar kemur að ADHD.