Hvatningarverðlaun ÖBÍ - Frestur framlengdur til 22 .september

Undirbúningur fyrir afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2017 er nú í fullum gangi en verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica 4. desember. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna og hefur frestur til þess verið framlengdur til 22. september næstkomandi.

Fyrsti spjallfundur haustsins í kvöld

Spjallfundir hefjast nú að nýju og verður sá fyrsti í kvöld, miðvikudaginn 13. september 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum. Yfirskrift fundarins er "Svefnvandi barna og morgunrútína" og er umsjónarmaður Drífa Björk Guðmundsdóttir. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Hvatningarverðlaun ÖBÍ - Frestur til 15. september

Undirbúningur fyrir afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2017 er nú í fullum gangi en verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica 4. desember. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna en frestur rennur út þann 15. september næstkomandi.

Spjallfundirnir hefjast á ný

Spjallfundir ADHD samtakanna hefjast nú á ný að lok nú sumarhléi. Alls eru fyrirhugaðir átta fundir fram að áramótum og verður sá fyrsti næstkomandi miðvikudag, 13. september klukkan 20:30. Sá fundur er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD og er yfirskrift hans "Svefnvandi barna og morgunrútína".

Styttist í Reykjavíkurmaraþon

Nú styttist óðum í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 en það fer fram næstkomandi laugardag, 19.ágúst 2017. Vel á annað hundrað góðgerðarfélög taka þátt í áheitasöfnun hlaupsins og eru ADHD samtökin þar á meðal. Nokkrir tugir hlaupara leggja ADHD samtökunum lið og vekja um leið athygli á málstaðnum. Afraksturinn rennur til fræðslustarfsemi ADHD samtakanna.

34. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - Ertu með?

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst 2017 og verður þetta í 34. sinn sem hlaupið er haldið. Vel á annað hundrað góðgerðarfélög taka þátt í áheitasöfnun hlaupsins. ADHD samtökin eru meðal fjölmargra félagsamtaka sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir og um leið vakið athygli á málstaðnum. Áheitasöfnun fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is

Birtingarmyndir ADHD - Nýtt kynningarmyndband

ADHD samtökin hafa, í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, látið gera kynningarmyndband um birtingarmynd ADHD. Tjarnargatan sá um gerð myndbandsins. Í myndbandinu má glöggt sjá eina af birtingarmyndum ADHD og jafnframt er reynt að draga fram þá kosti sem einstaklingar með ADHD búa yfir og geta nýtt sér í leik og starfi.

LED Spinners og METAL Spinners

ADHD samtökin hafa nú fengið til sölu LED Spinners og METAL Spinners. Sjö mismunandi litir eru til af LED Spinnerum og fimm mismunandi tegundir af METAL Spinnerum.

Á að banna allt sem er ekki blýantur?

Hvernig væri að nota hluti sem vekja áhuga barnanna í kennslu í stað þess að banna allt sem er ekki blýantur? Þannig spyr ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni við Árskóla í Skagafirði. Tilefnið er andstaða kennara við Spinnera eða snældur og krafa þeirra um bann við notkun snældanna. Ingvi Hrannar setur fram hugmyndir um hvernig nýta má snældurnar við kennslu.

Fidget Spinners komnir

Hinir vinsælu Fidget Spinners eða snerlar eru kominr aftur í sölu hjá ADHD samtökunum. Nítján mismunandi litir / gerðir eru til og eru þær allar til sölu á vef ADHD. Með kaupum á Fidget Spinners af ADHD samtökunum slá menn tvær flugur í einu höggi, næla sér í skemmtilegt fiktleikfang og styðja um leið við starfsemi ADHD samtakanna.