Hvetjum okkar fólk - Team ADHD!

Vel á annað hundrað einstaklingar munu hlaupa í fyrir ADHD samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu í ár - fleiri en nokkru sinni fyrr. Nú þarf þessi stóri og kröftugi hópur á okkar stuðningi að halda. Áfram Team ADHD!

Ég get! Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungmenni með ADHD.

Á næstu dögum mun skráningu ljúka, á sjálfstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna fyrir 14-16 ára ungmenni með ADHD - námskeiðið Ég get! Enn eru öfrá sæti laus, en námskeiði er nú hægt að greiða með frístundastyrkjum sveitarfélaga.

Vegið að atvinnuréttindum fólks með ADHD innan lögreglunnar

ADHD samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum sem Mennta- og starfþróunarsetur lögreglurnar hefur nýverið upplýst um. Þar er í fyrsta sinn hérlendis þrengt verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD. ADHD samtökin skora á Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, ríkislögreglustjóra og ráðherra málaflokksins, að afturkalla nýju inntökureglurnar nú þegar, þar sem markmið þeirra virðist það eitt að útiloka fólk með ADHD frá störfum innan lögreglunnar. Meðfylgjandi er ályktun stjórnar ADHD samtakanna um málið.

ADHD og heimanám - spjallfundur á Akureyri

ADHD Norðurland stendur fyrir opnum spjallfundi á Akureyri, um ADHD og heimanám, á morgun, fimmtudaginn 22. ágúst. Fundurinn er ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD.

ADHD og heimanám - opinn spjallfundur

ADHD og heimanám. ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og heimanám, í kvöld, miðvikudaginn 14. ágúst nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD.

Sumarleyfi

Skrifstofa ADHD samtakanna er lokuð vegna sumarleyfa, til 6. ágúst.

Skráning hafin á ADHD námskeið haustsins

Skráning er hafin á vinsælustu námskeið ADHD samtakanna, sem haldin verða í haust. Um er að ræða fjögur námskeið, sem öll hafa hlotið mikið lof þátttakenda. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fystur kemur fyrstur fær.

Hlaupa eða kaupa - TEAM ADHD hlaupabolirnir fáanlegir

Hlaupabolir ADHD samtakanna eru nú til sölu í vefverslun samtakanna í takmörkuðu magni, en allir sem hlaupa fyrir ADHD samtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, 24. ágúst 2019, geta einnig valið sér einn TEAM ADHD hlaupabol, endurgjaldslaust, sem þakklætisvott fyrir stuðninginn.

Opinn spjallfundur á Akureyri - ADHD og sumarfrí

ADHD Norðurland stendur fyrir opnum spjallfundi á Akureyri, um ADHD og sumarfrí, fimmtudaginn 13. júní næstkomandi. Fundurinn er ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD.

Hlaupið til góðs fyrir ADHD samtökin

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2019, fer fram 24. ágúst. Áheitasöfnun í hlaupinu er ein mikilvægasta fjáröflun hvers árs og fyrir ADHD samtökin getur hlaupið skipt sköpum. Þeir sem skrá sig í Team ADHD til og með 6. júní, fá 20% afslátt af skráningargjöldum og ókeypis hlaupabol frá ADHD samtökunum sem þakklætisvott.