Aðalfund ADHD samtakanna 2023

Við minnum á aðalfund ADHD samtakanna fta. í kvöld, miðvikudaginn 19. apríl kl. 20:00. Aðalfundurinn fer fram í hátíðarsal ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð - sjá nánar meðfylgjandi dagskrá. Ein lagabreytingartillaga liggur fyrir fundinum um formlega innleiðingu á nýju merki félagsins í lögin. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á Facebook viðburð aðalfundarins svo áætla megi mætingu.

ADHD og fjármál - nýtt fjarnámskeið!

ADHD og fjármál - nýtt fjarnámskeið með Valdísí Hrönn Berg, fjárhagsmarkþjálfa verður haldið 22 og 29 apríl nk - stutt námskeið með aðferðum sem virka fyrir fólk með ADHD. Skráningu lýkur á næstu dögum... afsláttur fyrir félagsfólk ADHD samtakanna.

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD - Síðustu forvöð til skrángar

Síðustu forvöð til þess að skrá sig á fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD frá 6 til 12 ára fer fram helgarnar 25. mars og 1. apríl. Kennslan fer fram á milli 10:00 og 15:00. Námskeiðið er í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð en fjarfundarbúnaður er einnig í boði fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á ADHD gróskunni og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur barna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nákomna. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt.

Nýr þáttur af Lífið með ADHD - Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir

Jóhanna Birna Bjartmarsdóttir hefur á síðustu misserum vakið þónokkra athygli en hún hélt nýlega fyrirlestra á ráðstefnu BUGL og málþingi ÖBÍ. Í fjórtánda þætti Lífið með ADHD settist hún niður með Bóasi Valdórssyni og þau töluðum um uppvaxtarár hennar og þá baráttu sem hún hefur háð til þess að komast á þann stað sem hún er nú á og þá sigra sem hún hefur náð og hvernig sýn hennar er á menntakerfið. Upptöku af fyrirlestrum hennar og greinar um efnið er að finna á heimasíðu Jóhönnu; https://www.johannabirnabjartmars.com/ Þáttinn er hægt að nálgast á Spotify og víðar: https://open.spotify.com/episode/1VuUYIzR1vCnhmuR1zOpI2?si=8be2fd4dd01545e0

Loka útkall - Áfram veginn - Fjarnámskeið helgarnar 11. og 18. mars

Er tímabært að horfa fram á veginn? Ertu eldri en 18 ára, kannski nýbúin að fá ADHD greiningu eða fyrir einhverju síðan... jafnvel sem barn?! Þá er netnámskeiðið „Áfram Veginn” mögulega námskeið fyrir þig! Fjarnámskeið fer fram núna um helgina og helgina eftir (11. og 18. Mars) og er kennt milli 11:00 og 13:00. Á netnámskeiðinu verður fræðast um ADHD með styrkleika að leiðarljósi. Vissir þú að með auknum skilningi á þínu ADHD eykur þú líkurnar á betri stjórn og auknum lífsgæðum í daglegu lífi? Áskoranir ADHD geta haft margvísleg áhrif í daglegu lífi. Á námskeiðinu skoðum við hvar þær liggja og aðferðir til að takast á við þær og ná betri tökum á þeim. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM. Megin þemu námskeiðsins eru: Taugaþroskaröskunin ADHD Stýrifærni heilans Greiningarferli ADHD Mikilvægi greiningar og sáttar við greiningu Þróun sjálfsmyndarinnar og fylgiraskanir ADHD Hugræna líkanið Styrkleikar ADHD Bjargráð verða kynnt til sögunnar Kynning á meðferðarúrræðum fyrir ADHD Leiðbeinendur vefnámskeiðsins eru : Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og Sigrún Jónsdóttir þroskaþjálfi og ADHD-og einhverfu markþjálfi

Sjónrænt skipulag

Er erfitt að fá barnið til að fylgja fyrirmælum og skapa ramma og rútínu? Börn með ADHD eiga iðulega erfitt með að skilja og fylgja eftir munnlegum fyrirmælum en hafa þess í stað sjónræna styrkleika. Þegar þjálfa á daglegar venjur og fá barnið til að fylgja þeim getur sjónrænt skipulag komið að góðum notum. Katrín Ruth Þorgeirsdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og hegðunarráðgjafi fer yfir nokkrar aðferðir og leiðir sem hægt er að nota til að kenna, þjálfa og styðja við daglegar rútínur. Fundurinn verður haldinn í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð, 108 Reykjavík þann 16. mars næstkomandi og hefst klukkan 20:00. Heitt á könnunni. Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér til að fá áminningu um hann: https://fb.me/e/2CDeGoeF9 Verið velkomin á fræðslufundinn!

Að ná fram því besta með ADHD!

Næstkomandi fimmtudag fer Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og hegðunarráðgjafi yfir hvernig einstaklingar með ADHD og aðstandendur þeirra geta aukið þekkingu og skilning á ADHD en það hefur bein áhrif á líðan og lífsgæði. Hvernig virkjum við ADHD fókusinn og nýtum þau úrræði sem eru í boði. Fundurinn verður fimmtudaginn 9. mars klukkan 20.00 í fundarherbergi íþróttamiðstöðvarinnar. Mætum og bjóðum vinum með og byggjum upp öflugt ADHD samfélag á Íslandi Skráðu þig á viðburðinn á Facebook og fáðu áminningu: https://fb.me/e/13rgjk3TA Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Taktu stjórnina - Fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD

MARS NÁMSKEIÐ 2023 - TAKTU STJÓRNINA – LOKA ÚTKALL Skráning fer að ljúka fyrir hið sívinsæla færninámskeið ADHD samtakanna - Taktu stjórnina sem hefst 6. mars og stendur yfir í fjórar vikur. Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir í heildina - fjögur skipti, 2 og 1/2 klukkukstund í senn frá kl. 18:00-20:30 daganna 6., 13., 20. og 27. mars 2023, sjá nánar töflu hér fyrir neðan. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og sætum fer fækkandi

Fjármál og ADHD - Fræðslufundur í kvöld í steymi

Í kvöld fer fram fræðslufundur um ADHD og fjármál. Vegna gríðarlegrar eftirspurnar verður hann einni í streymi fyrir félagsfólk ADHD samtakanna Fjárhagsleg heilsa er okkur öllum mikilvæg. Valdís Hrönn Berg viðskiptafræðingur og fjárhagsmarkþjálfi, fer yfir helstu áskoranir varðandi ADHD og fjármálayfirsýn. Einnig fjallar hún um hvernig hægt er að setja sér einföld fjárhagsleg markmið sem stuðla að fjárhagslegri vegferð fyrir einstaklinga með ADHD. Hvetjum alla til að mæta sem vilja fræðast um ADHD og fjármál. Fundurinn verður haldinn í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð, 108 Reykjavík í kvöld 21. febrúar og hefst klukkan 19:30. Heitt á könnunni. Fundurinn verður eins og fram hefur komið einnig í streymi og getur félagsfólk fengið aðgang að því í ADHD í beinni: https://www.facebook.com/groups/adhdibeinni/ Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér til að fá áminningu: https://fb.me/e/3iGfZrPSJ Hér er tengill til að skrá sig í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt Verið velkomin á fræðslufundinn!

ADHD og ég - Strákar 10-12 ára

Er þú með strák á aldrinum 10-12 ára sem vill læra að vinna með styrkleika sína og hvernig á að yfirstíga hindranir? Þá gæti ADHD og ég verið svarið fyrir hann. Enn eru sæti laus á námskeiðið, sem er helgarnámskeið og fer fram dagana 25. og 26. febrúar. Á námskeiðinu er farið yfir birtingarmyndir ADHD og þátttakendur læra leiðir til að kortleggja hvernig þær birtast hjá þeim. Með auknum skilningi eykst getan til að finna hvaða styrkleika þeir hafa og hvaða þætti þarf að styrkja, t.d. félagsfærni, tilfinningastjórnun og jákvæðari sjálfsmynd. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur; • Öðlist meiri skilning á ADHD-röskuninni og hvernig hægt er að yfirstíga hindranir sem hún veldur t.d. með aukinni hreyfingu, rútínu, slökun og matarræði • Efli færni í samskiptum og geti tileinkað sér að stoppa og hugsa áður en þeir bregðist við • Fái fleiri verkfæri sem nýtast í samskiptum og stuðla að bættri líðan • Skilji að allir geri mistök og hvernig má nýta þau til að læra af • Þekki betur tilfinningar sínar og kynnist aðferðum til að efla tilfinningastjórnun • Námskeiðið er helgarnámskeið og er samtals 5 klst. og er hvorum degi skipt upp í minni verkefni og umræður með reglulegu uppbroti og heilahvíld. Frekari upplýsingar og skráning hér: https://www.adhd.is/is/namskeid-og-spjallafundir/adhd-og-eg-strakar