Biðlistar eða besta land í heimi - kjósum ADHD! Upptaka frá opnum fundi ADHD samtakanna

Upptaka af Opnum fundi ADHD samtakanna um stöðu greininga á ADHD á Íslandi í aðdraganda kosninga en fundurinn var hluti af Fundi fólksins sem fór fram í Grósku í Vatnsmýri, laugardaginn 4. september 2021.

Námskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD hefst þann 11. september - Enn hægt að skrá sig á fjarnámskeið.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur barna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt.

Stofnfundur ADHD Suðurlands

Þá er komið af því að við hleypum ADHD Suðurland af stokkunum. Eins og með svo margt þá frestaðist stofnun ADHD Suðurlands vegna Covid19 en nú stefnum við ótrauð inn í haustið. Þar sem að skólarnir eru að byrja ætlum við að fá stuttan fyrirlestur um hvernig á að minnka kvíða við heimanám.

Að bíða eða vopn grípa mót bölsins brimi – kjósum ADHD!

Ef eitthvað er að marka orð fulltrúa allra stjórnálaflokka sem mættu á opinn fund ADHD samtakanna nýverið þá er mikill samhljómur um að biðlistum eftir greiningu og meðferð vegna ADHD og annara raskana verði að útrýma. Enda finnst engum ásættanlegt að fleiri hundruð börn og fullorðnir einstaklingar bíði í mörg ár eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Sú er raunin í dag og hér er ljóst að þingmenn næstu ára þurfa að lyfta grettistaki.

Bið­listar eða besta land í heimi – kjósum ADHD!

Finnst einhverjum ásættanlegt að búa í samfélagi þar sem bið eftir greiningu og meðferð er talin í árum, fremur en vikum eða fáum mánuðum? Fyrir einstakling með ADHD getur greining og meðferð breytt öllu – nám, vinna, félagsleg tengsl, vímuefnanotkun, sambönd, heimilislíf, geðheilsa, almennt heilbrigði … sjálfsögð lífsgæði geta hæglega ráðist af hversu fljótt fólk með ADHD fær greiningu og í framhaldi, viðunandi meðferð.

Hve­nær kemur röðin að mér, mamma? Ég skal reyna að deyja ekki á meðan

Hvenær kemur röðin að mér spyr barnið? Bíddu bara rólegur og reyndu að vera ekki sjálfu þér og öðrum að ama á meðan segir samfélagið við það, því geðræn vandamál eru jú bara hálfpartinn hluti af heilbrigðiskerfinu.

Biðlistar eða besta land í heimi - kjósum ADHD!

Biðlistar eða besta land í heimi - kjósum ADHD! Við minnum á opinn fund samtakanna í dag, laugardaginn 4. september kl. 15:00, í Grósku, Bjarnargötu 1, 102 Reykjavík. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir - einnig beint streymi á helstu miðlum Fundar fólksins og ADHD samtakanna. Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum.

Næsti spjallfundur í Reykjavík ,,Hvernig læri ég heima án þess að GUBBA?!''

Nú eru skólarnir komnir á fullt og eftir allt covid fárið er afar mikilvægt að vel takist til. Lykillinn að góðum árangri gott skipulag og öguð vinnubrögð strax frá fyrsta degi, ekki síst hjá þeim sem þurfa að taka heimanámið fastari tökum en ella. Á fundinum mun Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og varaformaður ADHD samtakanna fer yfir helstu áskoranir varðandi heimanám og skólastarf og bendir á hagnýt ráð sem virka og leiðir umræður.

Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 aflýst

Hið góða líf með ADHD á KEX hostel- ATH takmarkaður fjöldi

Sara Hálfdanardóttir MSc jákvæð sálfræði og umræðustjóri hjá Mind og Helga Arnardóttir MSc félags-og heilsusálfræði munu taka vel á móti fólki og stýra skemmtilegu spjalli um mikilvægi styrkleika okkar og - þegar við á - blanda fræðslutengdu efni inn í umræðuna úr heimi jákvæðrar sálfræði.