Flytja þarf fræðslunámskeið fyrir foreldra í stærra húsnæði vegna metþátttöku
13.10.2011
Algert þátttökumet hefur verið slegið á fræðslunámskeiði fyrir foreldra barna með ADHD og hafa ADHD samtökin neyðst til þess að flytja námskeiðið í stærra og rúmbetra húsnæði. Fræðslunámskeiðið verður því haldið upp í Endurmenntun Háskóla íslands Dunhaga 7, 107 Reykjavík laugardagana 15. og 29. oktober og hefjast klukkan 10. Eins verður námskeið sent með fjarfundarbúnaði víða um land.