Úrræði fyrir fanga vantar með ADHD

„Þetta er mesta sóun sem hægt er að hugsa sér", segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, en yfir sextíu prósent fanga í íslenskum fangelsum eru haldnir ADHD, eða ofvirkni með athyglisbresti. Úrræði vantar fyrir fanga með greininguna hér á landi.

Spjallfundirnir hefjast á ný - Fyrsti fundurinn á miðvikudag

Spjallfundir ADHD samtakanna fyrir foreldra og forráðamenn barna með ADHD og fyrir fullorðna með ADHD hefjast á ný í lok ágúst. Fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 31. ágúst í fundarsal ADHD að Háaleitisbraut 13. Þar verður starfsemi ADHD kynnt, Sjónarhóll kynnir sína starfsemi og Aðalheiður Sigurðardóttir flytur fyrirlestur sem hún nefnir "Fögnum fjölbreytileika".

Ekki vitað um fjölda barna með ADHD hér á landi

Ekki eru til tölur um fjölda barna sem greind eru með ADHD hér á landi þrátt fyrir fyrirmæli Landlæknis um að skráning á greiningunni sé skýr. Formaður ADHD samtakanna, segir brýnt að samræmd skráning verði skýr í lögum svo hægt sé að taka til hendinni í málaflokknum.

Reykjavík - Opinn fyrirlestur Ég er UNIK

Miðvikudaginn 31. ágúst, bjóða ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð ses. félagsmönnum sínum upp á kynningu og opinn fyrirlestur. Fyrirlesturinn verður í fundarsal 4.hæð, Háaleitisbraut 13 og hefst klukkan 20:00

Akureyri - Opinn fyrirlestur Ég er UNIK

Fimmtudaginn 1. september, bjóða ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð ses. félagsmönnum sínum upp á kynningu og opinn fyrirlestur á Akureyri. Fyrirlesturinn verður í sal Brekkuskóla v/Skólastíg á Akureyri og hefst klukkan 20:00

GPS námskeið fyrir stelpur - Skráning hafin

ADHD samtökin bjóða upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur í 8. til 10. bekk nú í haust. Hafið samband við ADHD samtökin vegna skráningar.

33. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016 fer fram þann 20. ágúst og verður þetta í þrítugasta og þriðja sinn sem hlaupið er haldið. 146 góðgerðafélög taka þátt í áheitasöfnun hlaupsins. ADHD samtökin eru meðal fjölmargra félagsamtaka sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir og um leið vakið athygli á málstaðnum. Áheitasöfnun fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is

Sumarbúðir KFUM fyrir börn með ADHD

Líkt og fyrri ár býður KFUM upp á sumarbúðadvöl fyrir börn með ADHD. Skráning er nú í fullum gangi í Gauraflokk í Vatnaskógi og Stelpur í stuði í Kaldárseli.

Hjólar hringveginn í þágu einstaklinga með ADHD

Þorsteinn Eyþórsson, 62 ára Borgnesingur, lagði fyrir stundu af stað hjólandi hringveginn. Þorsteinn eða Steini lagði upp frá Geirabakaríi í Borgarnesi og áætlar að ljúka hringnum viku eftir þjóðhátið. Hann segir þessa ferð fyrst og fremst vera áskorun á sjálfan sig en einnig ætlar hann að láta gott af sér leiða og safna peningum fyrir ADHD samtökin. „Þetta málefni stendur mér nærri en ég á nokkur barnabörn sem eru greind með ADHD,“ segir Steini.

Starfshópur um meðferð og þjónustu við börn með ADHD

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir umgjörð varðandi þjónustu, meðferð og stuðning við börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og skyldar raskanir. Hópnum er ætlað að gera yfirlit yfir greiningar á ADHD meðal barna á fyrsta þjónustustigi og yfirfara þjónustuferli við börn með þessar greiningar á fysta öðru og þriðja þjónustustigi. Einnig að kanna flæði og samvinnu kerfa og þjónustustiga og bið eftir þjónustu á hverju stigi, greina veikleika og helstu hindranir og leggja mat á hvaða aðgerðir gætu helst stuðlað að úrbótum. Þá á hópurinn að greina kostnað við núverandi þjónustu, leggja mat á hvernig núverandi þjónusta mætir þörfum barna með ADHD og áætla þörf fyrir þjónustu á næstu árum, ásamt því að setja fram tillögur um aðgerðir ásamt kostnaðargreiningu.