Náin sambönd og ADHD - fræðslufundur á Facebook

Náin sambönd og ADHD - opinn fræðslufundur ADHD samtakanna á Facebook, 6. maí nk. kl. 19:30. Elín H. Hinriksdóttir fjallar um einkenni og þær áskoranir sem algengar eru í nánum samböndum fólks með ADHD.

Fyrrum framkvæmdastjóri dæmdur.

Þröstur Emilsson var í dag dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu sem framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, en þeirri stöðu gengdi Þröstur á árunum 2013 til 2018. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness var Þresti jafnframt gert að greiða ADHD samtökunum til baka þá fjármuni sem hann dróg sér auk málskostnaðar.

Skráning hafin á námskeið ADHD samtakanna í haust

Í ljósi gildandi samkomubanns vegna kórónuveirufaraldursins hefur stjórn ADHD samtakanna tekið þá ákvörðun, að fresta öllu hefðbundnu námskeiðahaldi á vegum samtakanna fram á haust. Þar sem faraldurinn virðist hinsvegar í öruggri rénun hafa nýjar dagsetningar verið ákveðnar fyrir öll helstu námskeið samtakanna í haust og er skráning á þau námskeið þegar hafin.

ADHD svefn og streita - fræðslufundur á Facebook

ADHD, svefn og streita - opinn fræðslufundur ADHD samtakanna í beinni á Facebook í dag, miðvikudaginn 29. apríl kl. 19:30. Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum fjallar um leiðir til að bæta svefn og minnka streitu.

Lyf og ADHD - Fræðslufundur á Facebook

Lyf og ADHD - opinn fræðslufundur ADHD samtakanna á Facebook í kvöld, miðvikudaginn 22. apríl kl. 19:30 í umsjón Vilhjálms Hjálmarssonar, varaformanns ADHD samtakanna. Hægt er að senda Vihjálmi skilaboð fyrir fundinn ef óskað er sérstakra umfjöllunarefna.

Lífið með ADHD - nýtt hlaðvarp ADHD samtakanna

Lífið með ADHD er nýtt hlaðvarp ADHD samtakanna, sem hóf göngu sína í vikunni. Í fyrsta þætti ræðir umsjónarmaður hlaðvarpsins, Karitas Harpa Davíðsdóttir fyrir Katrínu Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra og f.v. ráðherra og Alþingiskonu um lífið fyrir og eftir ADHD greininguna, en Katrín var nýverið greind með ADHD.

Unglingar og ADHD - fræðslufundur á Facebook

Unglingar og ADHD - Opinn fræðslufundur ADHD samtakanna á Facebook, í kvöld, miðvikudaginn 15. april kl. 19:30. Umsjón: Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur, stjórnarkona í ADHD samtökunum og höfundur verðlaunabókarinnar Ferðalag í flughálku - unglingar og ADHD. Allir geta fylgst með!

ADHD og nám - fræðslufundur á Facebook.

Á meðan samkomubann stjórnvalda stendur, munu ADHD samtökin standa fyrir vikulegum opnum fræðslufundum á Facebook síðu samtakanna. Sá fyrsti verður, miðvikudaginn 1. apríl kl. 19:30 um ADHD og nám á tímum kórónuveirunnar. Vinsamlega komið upplýsingum um fundinn á framfæri ef mögulegt er.

ADHD og nám á tímum kórónuveirunnar - ábendingar frá ADHD samtökunum.

ADHD samtökin beina til skólastjórnenda að huga sérstaklega að nemendum með ADHD og skildar raskanir, enda vitað að þeir einstaklingar eru sérstaklega viðkvæmir þegar kemur að röskun á skólastarfi og auknum kröfum um heimanám, verkefnaskil og sjálfsnámi. Samtökin lýsa sig reiðubúin til ráðgjafar og samstarfs og munu standa fyrir opnum fræðslufundum á Facebook á meðan á samkomubanni stjórnvalda stendur.

Viðburðahaldi frestað vegna kórónuveirunnar.

Vegna kórónuveirufaraldursins hafa ADHD samtökin ákveðið að aflýsa öllu viðburðahaldi samtakanna sem fyrirhugað var í mars og apríl mánuðum. Fyrirhugaðir spjallfundir, námskeið og aðalfundur samtakanna falla því niður eða verða fundinn nýr tími þegar betur stendur á.