Æskilegt er að umsækjendur séu með ADHD - opinn spjallfundur í Vestmannaeyjum.

„Æskilegt er að umsækjendur séu með ADHD“ – manstu ekki eftir að hafa séð þessa setningu í atvinnuauglýsingu? ADHD Eyjar bjóða upp á opinn spjallfund í Vestmannaeyjum, um styrkleika starfsmanna og stjórnenda með ADHD, fimmtudaginn 16. janúar nk. kl. 20:00. Fundurinn verður í Hamarsskóla og er ætlaður fólki með ADHD og öllu áhugafólki um öflugt atvinnulíf og ADHD.

„Æskilegt er að umsækjendur séu með ADHD“ – opinn spjallfundur.

„Æskilegt er að umsækjendur séu með ADHD“ – manstu ekki eftir að hafa séð þessa setningu í atvinnuauglýsingu? ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um styrkleika starfsmanna og stjórnenda með ADHD í kvöld, 8. janúar nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður fólki með ADHD og öllu áhugafólki um öflugt atvinnulíf og ADHD.

Gleðilega hátíð!

ADHD samtökin óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hjartans þakkir fyrir samfylgdina á liðnu ári.

Sólveig Ásgrímsdóttir hlýtur Hvatningarverðlaun ÖBÍ.

Sólveig Ásgrímsdóttir, hlaut Hvatningarverðalun ÖBÍ í ár, fyrir bók hennar, Ferðalag í flughálku - unglingar og ADHD og fyrir mikilvægt framlag hennar til að auka skilning og bæta lífsskilyrði fólks með ADHD.

Takk fyrir betri geðheilbrigðisþjónustu.

ADHD samtökin fagna ákvörðun heilbrigðisráðherra, um að setja á stofn og fjármagna nýtt geðheilsuteymi sem þjónusta mun fanga í öllum fangelsum á Íslandi. ADHD samtökin þakka jafnframt fyrir þau mikilvægu skref sem tekin hafa verið í uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu. Meðfylgjandi er ályktun stjórnar ADHD samtakanna í tilefni af stofnun geðheilsuteymis fyrir fanga sem kynnt var í vikunni.

Spjallfundur á Akureyri fellur niður vegna ófærðar.

Vegna ófærðar, verður þvi miður að fella niður fyrirhugaðann spjallfund um ADHD og jólin, sem átti að vera á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 12. desember kl. 20:00. Næsti spjallfundur á Akureyri verður á nýju ári.

ADHD og Jólin - opinn spjallfundur í Reykjavík.

ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og jólin, í kvöld, miðvikudaginn 4. desember nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD.

Atvinna og ADHD - nýr fræðslubæklingur.

Út er kominn hjá ADHD samtökunum, fræðslubæklingurinn Atvinna og ADHD - leiðarvísir fyrir fólk með ADHD, stjórnendur og allt samstarfsfólk einstaklinga með ADHD, sem vill ná árangri í atvinnulífinu.

Opnir spjallfundir um ADHD í Vestmannaeyjum - undirbúiningur jóla.

Reglulegir opnir spjallfundir um ADHD hefja nú gögnu sína í Vestmannaeyjum. Fyrsti spjallfundurinn í Vestmannaeyjum verður þann 28. nóvember nk. en þá verður fjallað um undirbúning jóla og ADHD.

ADHD og lyf - opinn spjallfundur í Reykjavík.

ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um ADHD og lyf, í kvöld, miðvikudaginn 20. nóvember nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV. hæð og er ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD.