27.01.2017
Skrifstofa ADHD samtakanna er lokuð í dag, föstudag 27. janúar vegna málþings um sérúrræði í grunnskólum Hafnarfjarðar. Við fylgjumst með tölvupósti en hægt er að senda okkur póst á adhd@adhd.is.
25.01.2017
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 25. janúar 2017 kl. 20:30. Fundurinn er ætlaður fullorðnum með ADHD og veðrur í fundarsal að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Yfirskrift fundarins er "Styrkleikar ADHD, áskoranir daglegs lífs. Hvað hefur gefist best?" og er umsjónarmaður Drífa Pálín Geirs. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
19.01.2017
Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík, laugardagana 4. og 11. febrúar 2017. Skráning er hafin á vef ADHD
11.01.2017
Fyrsti spjallfundur ADHD á nýju ári verður í kvöld, miðvikudaginn 11. janúar 2017 að Háaleitisbraut 13 og hefst hann kl. 20:30. Fundurinn er ætlaður foreldrum og forráðamönnum og er yfirskrift hans "ADHD og unglingar". Umsjónarmaður fundarins er Sólveig Ásgrímsdóttir. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
10.01.2017
Fjölþætt þjónusta er veitt á TMF Tölvumiðstöð. Þar má nefna námskeið í tengslum við ýmis öpp fyrir iPad og námskeið í lausnum fyrir lesblinda. Ennfremur er veitt ráðgjöf í tengslum við tækni og notkun á tækni. Ráðgjöfin er fólki að kostnaðarlausu. TMF er að Háaleitisbraut 13.
05.01.2017
ADHD samtökin bjóða upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur í 8. til 10. bekk. Námskeiðið hefst laugardaginn 21. janúar 2017 en foreldrakynning verður fimmtudaginn 19. janúar. Skráning er hafin á vef ADHD.
21.12.2016
Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Skrifstofa ADHD Samtakanna verður lokuð frá og með fimmtudegi 22. desember. Skrifstofan opnar að nýju mánudaginn 2. janúar 2017 kl. 13:00
06.12.2016
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund miðvikudaginn 7. desember kl. 20:30. Þetta er síðasti spjallfundur ársins og verður hann með jólalegu ívafi. Sigurlín Hrund Kjartansdóttir leiðir fundinn en hann verður haldinn í fundarsal, 4.hæð að Háaleitisbraut 13. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
25.11.2016
Kastljós RÚV fjallaði í gær um undirskriftasöfnun ADHD samtakanna og sjö annarra félagasamtaka vegna sálfræðiþjónustu. Söfnun undirskrifta gengur mjög vel en nú hafa á níunda þúsund einstaklingar tekið undir þá kröfu að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta. Það þýðir að hún verði felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.
23.11.2016
ADHD samtökin selja jólakort fyrir þessi jól líkt og áður. Tvö ný kort hafa nú verið gefin út og eru bæði með myndum eftir Mæju - Maríu Sif Daníelsdóttur. Þrjár tegundir eru í boði. Annars vegar sex kort í pakka með tveimur myndum, "Herramaður í jólabúningi" og "Eintóm gleði" og kostar pakkinn kr. 1.800,-. Hins vegar eldra kort ADHD, Jólagleði, ský, ást og friður". Tíu kort eru í pakka og kostar hann aðeins kr. 2.000,-