Fróðlegur fundur í Reykjanesbæ

Góður andi ríkti á fræðslufundi ADHD samtakanna í húsakynnum Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ í gærkvöld. Efnt var til fundarins í samstarfi við Reykjanesapótek og bæjaryfirvöld. Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari fjölluðu þar um ADHD og lyf.

Reykjanesbær: Fræðslufundur um ADHD og lyf

ADHD samtökin bjóða Suðurnesjabúum upp á fræðslufund um ADHD og lyf næstkomandi fimmtudagskvöld. Fundurinn er í samvinnu við Reykjanessapótek og bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ. Fyrirlesarar eru Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari. Fundurinn verður í Íþróttaakademíunni v/Krossmóa, Sunnubraut 35, Reykjanesbæ og hefst klukkan 19:00. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.

Endurskinsmerki ADHD 2017 - Sala um helgina

Sala endurskinsmerkja ADHD samtakanna stendur nú sem hæst. Sölufólk býður merkin í Smáralind, Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri um helgina. Þá er sölufólk víða um land, m.a. á Blönduósi, Sauðárkróki, Akranesi, í Borgarnesi og víðar. Við þökkum fyrir afar góðar móttökur og allan þann stuðning sem samtökunum er sýndur.

Endurskinsmerki ADHD 2017 afhent

Fjöldi viðburða er á dagskrá á vegum ADHD samtakanna nú í október, alþjóðlegum ADHD vitundarmánuði, líkt og fyrri ár. Nýtt endurskinsmerki ADHD kom út í dag og voru fyrstu merkin afhent nemendum í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Bók Sólveigar Ásgrímsdóttur, sálfræðings, Ferðalag í flughálku - Ungingar og ADHD kemur út síðar í mánuðinum. Í lok október efna ADHD samtökin svo til málþings um ADHD og ungmenni.

Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn í kvöld: ADHD og unglingar

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 4. október 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD. Yfirskrift fundarins er "ADHD og unglingar" og er umsjónarmaður Sólveig Ásgrímsdóttir. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Spjallfundur fellur niður

Spjallfundur sem fyrirhugaður var í kvöld fellur niður vegna veikinda. Ný tímasetning verður auglýst síðar.

Hvatningarverðlaun ÖBÍ - Frestur framlengdur til 22 .september

Undirbúningur fyrir afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2017 er nú í fullum gangi en verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica 4. desember. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna og hefur frestur til þess verið framlengdur til 22. september næstkomandi.

Fyrsti spjallfundur haustsins í kvöld

Spjallfundir hefjast nú að nýju og verður sá fyrsti í kvöld, miðvikudaginn 13. september 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum. Yfirskrift fundarins er "Svefnvandi barna og morgunrútína" og er umsjónarmaður Drífa Björk Guðmundsdóttir. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Hvatningarverðlaun ÖBÍ - Frestur til 15. september

Undirbúningur fyrir afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2017 er nú í fullum gangi en verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica 4. desember. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna en frestur rennur út þann 15. september næstkomandi.

Spjallfundirnir hefjast á ný

Spjallfundir ADHD samtakanna hefjast nú á ný að lok nú sumarhléi. Alls eru fyrirhugaðir átta fundir fram að áramótum og verður sá fyrsti næstkomandi miðvikudag, 13. september klukkan 20:30. Sá fundur er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD og er yfirskrift hans "Svefnvandi barna og morgunrútína".