Skrifstofa ADHD lokuð í dag

Skrifstofa ADHD samtakanna er lokuð í dag, föstudag 27. janúar vegna málþings um sérúrræði í grunnskólum Hafnarfjarðar. Við fylgjumst með tölvupósti en hægt er að senda okkur póst á adhd@adhd.is.

Spjallfundur í kvöld - Styrkleikar ADHD

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 25. janúar 2017 kl. 20:30. Fundurinn er ætlaður fullorðnum með ADHD og veðrur í fundarsal að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Yfirskrift fundarins er "Styrkleikar ADHD, áskoranir daglegs lífs. Hvað hefur gefist best?" og er umsjónarmaður Drífa Pálín Geirs. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD

Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík, laugardagana 4. og 11. febrúar 2017. Skráning er hafin á vef ADHD

Fyrsti spjallfundur ársins í kvöld - ADHD og unglingar

Fyrsti spjallfundur ADHD á nýju ári verður í kvöld, miðvikudaginn 11. janúar 2017 að Háaleitisbraut 13 og hefst hann kl. 20:30. Fundurinn er ætlaður foreldrum og forráðamönnum og er yfirskrift hans "ADHD og unglingar". Umsjónarmaður fundarins er Sólveig Ásgrímsdóttir. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Þjónusta TMF Tölvumiðstöðvar

Fjölþætt þjónusta er veitt á TMF Tölvumiðstöð. Þar má nefna námskeið í tengslum við ýmis öpp fyrir iPad og námskeið í lausnum fyrir lesblinda. Ennfremur er veitt ráðgjöf í tengslum við tækni og notkun á tækni. Ráðgjöfin er fólki að kostnaðarlausu. TMF er að Háaleitisbraut 13.

GPS námskeið fyrir stelpur - Skráning hafin

ADHD samtökin bjóða upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur í 8. til 10. bekk. Námskeiðið hefst laugardaginn 21. janúar 2017 en foreldrakynning verður fimmtudaginn 19. janúar. Skráning er hafin á vef ADHD.

Gleðileg jól

Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Skrifstofa ADHD Samtakanna verður lokuð frá og með fimmtudegi 22. desember. Skrifstofan opnar að nýju mánudaginn 2. janúar 2017 kl. 13:00

Síðasti spjallfundur ársins - Jólin nálgast

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund miðvikudaginn 7. desember kl. 20:30. Þetta er síðasti spjallfundur ársins og verður hann með jólalegu ívafi. Sigurlín Hrund Kjartansdóttir leiðir fundinn en hann verður haldinn í fundarsal, 4.hæð að Háaleitisbraut 13. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Sálfræðiþjónusta fyrir alla - Umfjöllun Kastljóss 24.11.2016

Kastljós RÚV fjallaði í gær um undirskriftasöfnun ADHD samtakanna og sjö annarra félagasamtaka vegna sálfræðiþjónustu. Söfnun undirskrifta gengur mjög vel en nú hafa á níunda þúsund einstaklingar tekið undir þá kröfu að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta. Það þýðir að hún verði felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.

Jólakort ADHD komin í sölu

ADHD samtökin selja jólakort fyrir þessi jól líkt og áður. Tvö ný kort hafa nú verið gefin út og eru bæði með myndum eftir Mæju - Maríu Sif Daníelsdóttur. Þrjár tegundir eru í boði. Annars vegar sex kort í pakka með tveimur myndum, "Herramaður í jólabúningi" og "Eintóm gleði" og kostar pakkinn kr. 1.800,-. Hins vegar eldra kort ADHD, Jólagleði, ský, ást og friður". Tíu kort eru í pakka og kostar hann aðeins kr. 2.000,-