25.04.2017
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund fyrir fullorðna, miðvikudaginn 26. apríl 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13, Reykjavík og er yfirskrift hans "Tæki - Tækni - Öpp". Ólafur Kristjánsson, forsvarsmaður netkennsla.is leiðir fundinn og kynnir tækni sem hjálpað getur við skipulagningu. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
12.04.2017
Skrifstofa ADHD samtakanna verður lokuð frá og með 13. apríl. Við opnum á ný klukkan 13, þriðjudaginn 18. apríl. Starfsfólk ADHD óskar landsmönnum gleðilegrar páskahátíðar.
05.04.2017
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 5. apríl 2017 kl. 20:30, fyrir foreldra og forráðamenn, að Háaleitisbraut 13.
Yfirskrift fundarins er "Unglingar og fíkn" og er umsjónarmaður Sólveig Ásgrímsdóttir. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
31.03.2017
Í tilefni af Alþjóðadegi einhverfra býður egerunik.is öllum að útbúa fríar e-bækur (rafrænar bækur) á www.egerunik.is. Gjafakóðinn er 2april17 og gildir hann frá kl. 08:00 að morgni 2.apríl til miðnættis. Það er því um að gera að klára bókina í tæka tíð.
27.03.2017
Hvernig er háttað villuprófun og almennri gæðavöktun á lyfjagagnagrunni embættis landlæknis ? Hvaða skýringar eru á ofskráningu á ávísunum á amfetamíntöflum í lyfjagagnagrunninum á tilteknu tímabili og hvers vegna var því máli lokað án fullnægjandi skýringa? Þannig spyr Smári McCarthy, þingmaður Pírata Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Tilefnið er villa sem uppgötvaðist í lyfjagagnagrunni landlæknis. Fyrirspurninni verðuu að óbreyttu svarað munnlega á Alþingi í dag, mánudaginn 27. mars.
23.03.2017
Skógarmenn KFUM í samstarfi við ADHD samtökin bjóða líkt og fyrri ár, upp á sumarbúðir fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Þá bjóða sumarbúðir KFUM og KFUK í Kaldárseli upp á fimm daga dvöl í sumarbúðunum fyrir 10-12 ára stúlkur með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Flokkurinn nefnist Stelpur í stuði. Skráning stendur yfir í báða flokka.
22.03.2017
ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 22. mars 2017 kl. 20:30, fyrir fullorðna, að Háaleitisbraut 13. Yfirskrift fundarins er "Náin sambönd og ADHD" og er umsjónarmaður Elín Hoe Hinriksdóttir. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
15.03.2017
Aðalfundur ADHD samtakanna verður haldinn mánudaginn 20.mars 2017 í fundarsal, 4.hæð - Háaleitisbraut 13. Fundurinn hefst klukkan 20:00
Meðal aðalfundarstarfa er kosning til tveggja ára í embætti formanns, varaformanns, eins aðalstjórnarmanns og eins varamanns. Þá verða lagðar fyrir lagabreytingar um kjörgengi.
08.03.2017
Brýnt er að móta stefnu og skoða heildrænt hvernig sálfræðiþjónusta eigi að vera í framhaldsskólum. Sálfræðingar eru starfandi í hlutastarfi í nokkrum skólum á þessu stigi á landinu en starf þeirra er ólíkt eftir skólum. Þetta kom fram í erindi Bóasar Valdórssonar, sálfræðings við Menntaskólann í Hamrahlíð, á fundi samtakanna Náum áttum um einmanaleika og sjálfskaðandi hegðun ungs fólks í morgun.
04.03.2017
Aðalfundur ADHD samtakanna verður haldinn mánudaginn 20.mars 2017 í fundarsal, 4.hæð - Háaleitisbraut 13. Fundurinn hefst klukkan 20:00.
Meðal aðalfundarstarfa er kosning formanns, varaformanns, eins aðalstjórnarmanns og eins varamanns. Þá verða lagðar fyrir lagabreytingar um kjörgengi.