01.12.2015
"Mig setti hljóðan við orð Haraldar Einarssonar á Alþingi þann 12. nóvember, þar sem þingmaðurinn fullyrti „að draga mætti úr eða nánast lækna 63% þeirra sem greinast með ADHD með breyttu mataræði“. Máli sínu til stuðnings vísaði Haraldur til bókarinnar Meltingarvegurinn og geðheilsa eftir Dr. Natöshu Campbell-McBride. Sagði efnið nokkuð torlesið, en ítrekar að höfundur rökstyðji mál sitt rækilega. Mér væri ljúft og skylt að senda Haraldi nokkra tengla til upplýsingar," skrifar Vilhjálmur Hjálmarsson, einstaklingur með ADHD í Fréttablaðið í dag.
25.11.2015
"Auðvitað gæti maður sagt að best væri að biðtíminn væri enginn, en landlæknir hefur sett fram viðmið um biðtíma eftir ýmissi þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Að áliti embættis landlæknis ætti bið eftir sérfræðiþjónustu ekki að vera lengri en þrír mánuðir. Vissulega væri slíkt æskilegt," sagði heilbrigðisráðherra meðal annars í svari við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur formanns velferðarnefndar á Alþingi.
19.11.2015
ADHD samtökin selja jólakort fyrir þessi jól líkt og áður. Tvö ný kort hafa nú verið gefin út og eru bæði með myndum eftir Mæju - Maríu Sif Daníelsdóttur. Sex stykki eru í pakka, þrjú kort með hvorri mynd og kostar pakkinn kr. 1.800,-.
18.11.2015
Að eiga maka með ADHD er umfjöllunarefni spjallfundar fyrir fullorðna
sem hefst klukkan 20.30 í kvöld á fjórðu hæð Háaleitisbrautar 13.
04.11.2015
Spjallfundur verður í kvöld fyrir foreldra og forráðamenn. Yfirskriftin er "ADHD og lyf" og leiða fundinn þau Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari og einstaklingur með ADHD. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30
Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.
03.11.2015
Formaður velferðarnefndar Alþingis, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, spyr Kristján Þór Júlíusson, heilbrigiðsráðherra um þann vanda sem við blasir vegna fullorðinna einstaklinga með ADHD og hvað ráðherra telji viðunandi biðtíma eftir greiningu og meðferð. Þingmaðurinn spyr ennfremur um hvaða vinna sé í gangi til að skilgreina ferla betur en nú er.
03.11.2015
Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakanna og Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, ritari samtakanna, voru gestir Í bítinu á Bylgjunni ímorgun. Þar ræddu þær um nýútkomna bók sem þær þýddu og staðfærðu úr dönsku, "Leikskólar og ADHD - 25 ráð og verkfæri".
31.10.2015
Húsfyllir var á málþingi ADHD samtakanna í Gamla Bíói í gær. Yfirskriftin var "Leikskólar og ADHD, að skilja - styðja og styrkja. Tæplega 180 manns voru skráðir þátttakendur og var þetta því eitt fjölmennasta málþing sem ADHD hefur haldið. Þá var ánægjulegt að sjá hve víða að, þátttakendur komu. Dagskráin fjallaði að stórum hluta um hvernig hægt er að vinna með börnum á leikskólaaldri og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir.
30.10.2015
Skrifstofa ADHD samtakanna er lokuð í dag vegna málþingsins "Leikskólar og ADHD". Hægt er að senda póst á adhd@adhd.is eða hringja í síma 581 1110 (símsvari) Opnun aftur mánudaginn 2. nóvember klukan 13:00
28.10.2015
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að auka fjárveitingar til Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (ÞHS) til að stytta bið eftir þjónustu. Gert er ráð fyrir að með átaksverkefni á þessu og næsta ári megi veita allt að 200 fleiri börnum þjónustu en ella.