27.10.2015
"Þetta er í rauninni ein mesta heilsuógn og einn dýrasti sjúkdómur mannkynsins, sérstaklega á Vesturlöndum,” segir Haraldur Erlendsson, geðlæknir og forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, Hann segir mikinn misskilning ríkja á röskuninni og furðar sig á því að menn efist enn um að meðhöndla eigi þessi einkenni hjá fullorðnum.
23.10.2015
Hvaða áform hefur heilbrigðisráðherra um að bæta aðgengi barna að greiningu á taugaþroskaröskuninni ADHD, þ.e. athyglisbresti og ofvirkni? Þannig spyr Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar og einn talsmanna barna á Alþingi. Tilefnið er langir biðlistar eftir greiningum en yfir þúsund einstaklingar bíða nú greiningar, þar af rúmlega 400 börn.
22.10.2015
Það er fagnaðarefni að geðheilbrigðisstefna sé að fara að líta dagsins ljós og vonandi að í henni felist úrbætur til handa börnum og unglingum. Mikilvægt er að þeir sem með fjárveitingavaldið fara hugi betur að þörfum þessara barna. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna benti fyrir meira en fjórum árum á ágalla í geðheilbrigðisþjónustu barna á Íslandi. Nefndarmenn höfðu meðal annars áhyggjur af löngum biðlistum eftir greiningu og meðferð. Þannig skrifa Katrín Davíðsdóttir barnalæknir og Magnús Baldursson sálfræðingur á Þroska- og hegðunarstöð. Tilefnið er langir biðlistar eftir greiningu, eins og greint hefur verið frá hér á vefnum.
21.10.2015
Endanleg dagskrá málþings ADHD samtakanna, "Leikskólar og ADHD" liggur nú fyrir. Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra verður í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Skráning á málþingið er í fullum gangi á vef ADHD samtakanna.
21.10.2015
Við minnum á spjallfund fyrir fullorðna í kvöld, miðvikudag 21. október klukkan 20:30. Yfirskriftin er félagsleg samskipti og leiðir Ásta Sóley Sigurðardóttir fundinn.
20.10.2015
Ítrekaðar fullyrðingar sem rekja má til greinar Marilyn Wedge frá 2012 (birt á vef psychologytoday.com) þess efnis að tíðni ADHD í Frakklandi sé mun lægri en í nágrannalöndunum eru rangar og standast ekki nánari skoðun. Sama á við staðhæfingar hvað varðar meðferðarúrræði sem beitt hefur verið þar í landi. Þannig skrifar Vilhjálmur Hjálmarsson, stjórnarmaður í ADHD samtökunum.
17.10.2015
"Bara það eitt að fá staðfestingu á að vera ekki latur, heimskur eða galinn breytir heilmiklu. En um leið opnast svo ótalmargar gáttir sem leitt geta til betra lífs – fyrir einstaklinginn sjálfan sem og samfélagið í heild," skrifar Vilhjálmur Hjálmarsson stjórnarmaður í ADHD meðal annars í opnu bréfi til þingmanna. Tilefnið er langir biðlistar eftir greiningum en yfir þúsund einstaklingar bíða nú greiningar.
17.10.2015
"Ég fæddist með ADHD. Sú staðreynd skilgreinir mig ekki. Þetta er bara eiginleiki sem ég erfði frá mínum foreldrum og er órjúfanlegur hluti af mér. Mitt verkefni er hins vegar að fækka þeim stundum sem ADHD er mér flækjufótur", skrifar Vilhjálmur Hálmarsson, stjórnarmaður í ADHD samtökunum.
16.10.2015
Endurmenntun Háskóla Íslands býður í desember upp á þriggja daga námskeið fyrir fagfólk sem vill sérhæfa sig í félagsfærniþjálfun fyrir unglinga (11 - 18 ára) með ADHD, einhverfu, kvíða, þunglyndi og aðra félagslega erfiðleika.
14.10.2015
Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot en markmið þess er að vekja athygli á viðvarandi úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn fordómum. Stuttmyndin Heilabrot var frumsýnd í gærkvöldi í Bíó Paradís að viðstöddu margmenni og verður sýnd í framhaldsskólum víða um land.