Nýr upplýsingabæklingur um vernd barna gegn ofbeldi

Barnaheill - Save the Children á Íslandi halda úti fræðsluvefnum verndumbörn.is. Samtökin hafa gefið út nýjan upplýsingabækling um vefinn og ofbeldi gegn börnum. Hægt er að nálgast bæklinginn endurgjaldslaust á skrifstofu Barnaheilla eða panta hann á barnaheill@barnaheill.is.

Fræðsla og spjall um ADHD og fíkn

Fræðslu- og spjallfundur verður haldinn miðvikudaginn 18. mars. Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson leikari með meiru verða með fræðsluerindi um fíkn og í framhaldinu verður rætt um efnið.

Er framhaldsskólinn fyrir alla?

Menntun fatlaðs fólks – aðgengi og úrræði. Málþing á Grand hóteli Reykjavík. Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum bjóða til málþings um aðgengi fatlaðra ungmenna að menntun. Málþingið verður fimmtudaginn 12. mars 2015, kl. 12.30–16.00 á Grand Hóteli Reykjavík.

Skráningu að ljúka á GPS fyrir stúlkur

Skráningu er að ljúka á GPS námskeið fyrir stúlkur sem hefst með foreldrakynningu fimmtudaginn 12. mars.

Munið spjallfundinn á miðvikudaginn!

Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn er haldinn nú á miðvikudaginn 4. mars. Umræðuefnið er unglingar og fíkn. Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur leiðir fundinn.

Andmælir fullyrðingum félagsráðgjafa um ADHD

Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í viðtali við Fréttatímann í dag að fagfólk á Íslandi sé vel meðvitað um tilvist Fetal Alcohol Syndrome disorder. Gyða andmælir þar fullyrðingum Jónu Margrétar Ólafsdóttur sem fullyrti á dögunum hið gagnstæða. Á heimsvísu er talið að um 1% barna fæðist með FASD en Gyða telur þetta enn fátíðara á Íslandi. Hún segir ekki ástæðu til að telja að hluti barna með ADHD glími við náms- og einbeitingarerfiðleika vegna vímuefnaneyslu móður á meðgöngu, og bendir á að erfðaþættir séu almennt taldir sterkastir þegar kemur að ADHD.

Tvær nýjar bækur í sölu hjá ADHD

ADHD samtökin hafa tekið tvær nýjar bækur til sölu á vef sínum. Annars vegar bók sem heitir "Að læra heima án þess að gubba" eftir Trevor Romain og hins vegar bókina "Taktu argið úr reiðinni" sem þær Elisabeth Verdick og Marjorie Lisovskis skrifuðu. Bækurnar eru til sölu á vef ADHD og á skrifstofunni, Háaleitisbraut 13, Reykjavík. Á annan tug bókatitla er til sölu á skrifstofu ADHD og þá er rétt að minna á myndarlegt bókasafn samtakanna sem er opið alla virka daga frá kl. 13 til 16.

Náum áttum: Heimilisofbeldi

Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hóteli miðvikudaginn 25. febrúar undir yfirskriftinni "Heimilisofbeldi - viðbrögð, úrræði, nýjar leiðir". Þar verður fjallað um heimilisofbeldi og nýja nálgun lögreglu og félagsþjónustu.

Að skrifa sig til læsis

Erica Lövgren verður hér á landi 16. apríl og kynnir ASL - kennsluaðferðina, aðferð fyrir yngsta stig grunnskóla og leikskólastig.

Munið spjallfundinn í kvöld - Styrkleikar ADHD

Efnt verður til spjallfundar fyrir fullorðna í kvöld, miðvikudag 18. febrúar 2015. Snorri Páll Haraldsson vefforitari leiðir fundinn en yfirskrift hans er "Styrkleikar ADHD". Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 2.hæð og hefst klukkan 20:30. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.