Var að gefast upp á því hvernig mér leið

„Ég var eiginlega búinn að gefast upp á því hvernig mér leið. Að geta aldrei sest niður og einbeitt mér að einum einasta hlut, að geta stundum ekki hlustað á börnin mín eða konuna mína,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari í samtali við RÚV. Hann upplýsti á Facebook-síðu sinni í gærkvöld að hann hefði notað lyf við ADHD frá því snemma á síðasta ári. Hann tengdi við frétt Spegilsins þar sem fram kom að Íslendingar ættu heimsmet í notkun lyfja gegn athyglisbresti og ofvirkni. Stefán Karl segir alltaf jafn fyndið að lesa svona greinar frá hinum yfirborðslega heimi „um að við, sem loksins erum komin á lyfin sem þið viljið að við tökum, séum nú farin að misnota þau líka.“

Spjallfundur fyrir fullorðna annað kvöld

Fyrsti spjallfundur ársins 2016 verður í fundarsal ADHD annað kvöld, miðvikudag 20. janúar klukkan 20:30. Fundurinn er fyrir fullorðna með ADHD og verður umfjöllunarefnið Styrkleikar ADHD. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4. hæð og hefst klukkan 20:30. Ásta Sóley Sigurðardóttir leiðir fundinn. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.

Mannlegi þátturinn á Rás 1: Fjallað um Taktu stjórnina

Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og ritari ADHD og Elín H. Hinriksdóttir sérkennari og formaður ADHD voru gestir Mannlega þáttarins á rás eitt í liðinni viku. Þar kynntu þær fræðslunámskeið og ráðgjöf fyrir fullorðna með ADHD, "Taktu stjórnina". Samtökin bjóða á ný upp á slík námskeið og stendur innritun nú yfir á námskeið sem hefst 1. febrúar.

Taktu stjórnina - Fræðslunámskeið fyrir fullorðna

ADHD samtökin bjóða á ný upp á fræðslunámskeið og ráðgjöf fyrir fullorðna með ADHD. Námskeiðið nefnist "Taktu stjórnina" og stendur í 10 klukkustundir. Námskeiðið hefst mánudaginn 1. febrúar og lýkur mánudaginn 15. febrúar. Skráning er hafin á vef samtakanna en fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

GPS-námskeið fyrir stelpur - Skráning hafin

Líkt og fyrri ár, bjóða ADHD samtökin upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga. Námskeið fyrir stelpur í 8. til 10. bekk hefst laugardaginn 6. febrúar 2016 en foreldrakynning verður föstudaginn 5. febrúar. Námskeiðið er haldið í sal ADHD að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík og er skráning hafin á vef ADHD.

Lokað í dag vegna útfarar Bjarkar Þórarinsdóttur

Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi gjaldkeri og formaður ADHD samtakanna verður jarðsungin frá Lindakirkju í dag. Skrifstofa ADHD verður lokuð af þeim sökum í dag.

Gleðilegt nýtt ár

ADHD samtökin óska félagsmönnum, velunnurum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Takk fyrir samskiptin á liðnu ári og allan hlýhug og stuðning á árinu 2015. Megi nýtt ár færa okkur öllum gæfu og gleði.

Gleðileg jól

Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Skrifstofa ADHD Samtakanna verður lokuð frá og með 22. desember. Skrifstofan opnar að nýju 4. janúar 2016 kl. 13:00

Andlát: Björk Þórarinsdóttir fyrrum formaður ADHD er látin

Björk Þórarinsdóttir fyrrverandi gjaldkeri og formaður ADHD samtakanna er látin. Björk var 51 árs að aldri þegar hún varð bráðkvödd fimmtudaginn 17. desember.

Virðum mannréttindi allra barna - Áskorun til stjórnvalda

ADHD samtökin hafa ásamt fjórum öðrum samtökum, sem vinna að réttindum og velferð barna, sent áskorun til stjórnvalda þar sem skorað er á þau að fara að lögum og tryggja börnum rétt sinn.