10.10.2013
Meira en fimmti hver einstaklingur glímir við einhvers konar geð- eða taugasjúkdómaröskun, á efri árum, svo sem geðraskanir eða þunglyndi. Þema Alþjóða geðheilbrigðidagsins að þessu sinni er “Geðheilsa á efri árum”.
10.10.2013
"Ein megináherslan í starfi Öryrkjabandalags Íslands á að vera samstarf og samningsumleitanir fyrir samfélagið, með áherslu á samræðu milli stjórnvalda, félaga sjúkra og fatlaðra og atvinnulífsins um lausnamiðaðar tillögur," segir m.a. í grein sem Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna skrifar í Fréttablaðið í dag.
09.10.2013
Umfjöllun um ADHD samtökin er meðal efnis í nýjum þætti sjónvarpsstöðvarinnar N4, "Borgarinn", sem fer í loftið klukkan 18:30 í kvöld.
07.10.2013
Fréttastofa RÚV greinir frá því að ADHD-teymi á Landspítalanum verði lagt niður að óbreyttu, þar sem fjárveitingar til þess eru alfarið skornar niður í nýju fjárlagafrumvarpi. Í samtali við RÚV segir framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans brýna þörf fyrir úrræðið.
02.10.2013
Minnum á spjallfundinn í kvöld kl. 20:30 miðvikudaginn 2. október fyrir fullorðna. Yfirskrift fundarins er "Áhættuhegðun og hvatvísi".
Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari og fullorðinn með ADHD leiðir fundinn.
Fundurinn verður í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 2.hæð. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur!
27.09.2013
Magnús Jónsson, leikari og tónlistarmaður fékk fyrsta afmælismerkið afhent. Ellen Calmon, framkvæmdastjóri ADHD nældi merkið í Magnús. Líkt og fyrri ár prýðir merkið teikning eftir Hugleik Dagsson.
26.09.2013
Bandaríski sálfræðingurinn Michael Yapko heldur athyglisverðan fyrirlestur um þunglyndi, þriðjudaginn 1. október. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Þunglyndi er smitandi: Félagslegir þættir þunglyndis og mikilvægi þeirra fyrir meðferð og sjálfshjálp“.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Hann verður haldinn á Háskólatorgi, Háskóla Íslands, í sal 102 og hefst kl 17:30.
25.09.2013
Páll Tryggvason, barna- og unglingageðlæknir á Akureyri, hefur opnað einkastofu á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Vandinn í barnageðlækningum nyrðra er þó ekki leystur til frambúðar.
24.09.2013
Við vekjum athygli á fundi sem fjallar um unglinga og vímuefni. Á fyrsta fundi Náum áttum á morgun, miðvikudag 25. september, verður fjallað um vímuefnamál og unglinga. Á fundinum verður sagt frá nýjum rannsóknum á vímuefnaneyslu unglinga og mun Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu skýra frá niðurstöðum.
09.09.2013
TMF Tölvumiðstöð hefur opnað nýja heimasíðu á slóðinni www.tmf.is
Auk allra gagnlegu upplýsinganna af gamla vefnum er að finna nýjungar á nýjum vef. Til dæmis hefur verið sett inn skráningarkerfi fyrir námskeið TMF þar sem hægt er að skrá sig og ganga frá greiðslu.