12.02.2014
Björk Þórarinsdóttir, formaður ADHD samtakanna leiðir fundinn. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.
12.02.2014
Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir drengi, 13-16 ára hefst 18. mars. Skráning er hafin á vef ADHD samtakanna en aðeins er gert ráð fyrir 10 þátttakendum á hvert námskeið.
11.02.2014
Félagsmönnum bjóðast nú afsláttarkjör á námskeiði hjá Hraðlestrarskólanum. Sérstakur afsláttur verður veittur af almennu gjaldi til 1.júní 2014 eða 14.000 króna afsláttur.
08.02.2014
ADHD samtökin hafa efnt til samstarfs við Söru Bjargardóttur, meistaranema í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Sara hyggst rannsaka hvort ADHD hafi áhrif á máltökuferli barna en áður hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á fylgni milli ADHD og ýmissa raskana, meðal annars málþroskaraskana. Óskað er eftir þátttakendum í rannsókni Söru, helst börnum í 3. til 5. bekk grunnskóla.
03.02.2014
ADHD samtökin bjóða nú upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga, 13-16 ára, GPS sem stendur fyrir Gagnleg, persónuleg stjórntæki. Námskeiðið er kynjaskipt og hefst námskeið fyrir stúlkur 13. febrúar. Skráning er hafin á vef ADHD samtakanna en aðeins er gert ráð fyrir 10 þátttakendum á hvert námskeið.
30.01.2014
Boðið verður upp á Vídeó / spjallfundi fram til vors 2014 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13.
Alls verður boðið upp á 8 slíka fundi en góðsfúslegt leyfi eigenda myndbandanna fékkst til að sýna þau á vegum ADHD samtakanna. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 4. febrúar en þá verður sýnd myndin ADD and loving it.
28.01.2014
Minnum á spjallfundinn annað kvöld kl. 20:30 miðvikudaginn 29. janúar fyrir fullorðna. Yfirskrift fundarins er "ADHD og fjármál".
Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari og fullorðinn með ADHD leiðir fundinn.
Fundurinn verður í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 2.hæð. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur!
27.01.2014
ADHD-teymi Landspítalans mun í vor hefja sálfræðimeðferð fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD. Teymið mun þá veita þeim þjónustu sem hefur verið vísað til teymisins. Brynjar Emilsson sálfræðingur í ADHD teyminu segir að langflestum sé vísað til teymisins af heilsugæslulæknum, en einnig af læknum á spítalanum og sérfræðilæknum. „Lyfjakostnaður er gífurlegur og sálfræðimeðferðin er ódýrari. Í flestöllum rannsóknum í þessum fræðum hefur sálfræðimeðferð og lyfjameðferð samhliða henni gefið langbesta niðurstöðu,“ segir Brynjar en tekur fram að það sé þó ekki í öllum tilvikum.
24.01.2014
Þar verður veitt fræðsla um athyglisbrest á fullorðinsárum og kenndar leiðir til að draga úr hamlandi áhrifum athyglisbrests með bættu skipulagi, athygli, minnistækni, tímastjórnun og bjargráðum við frestunaráráttu. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 6. febrúar.
22.01.2014
Minnum á spjallfundinn í kvöld kl. 20:30 miðvikudaginn 22. janúar fyrir foreldra og forráðamenn. Yfirskrift fundarins er "Dagleg rútína". Sigríður Stephensen Pálsdóttir, félagsráðgjafi leiðir fundinn. Fundurinn verður í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 2.hæð. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur!