20.06.2014
Sala á armböndum til styrktar ADHD samtakanna stendur nú sem hæst. Við getum enn bætt við okkur sölufólki.
16.06.2014
“Frumleg og fjölbreytt – Óheft og allskonar. Vertu þú sjálfur – Gerðu það sem þú vilt" eru einkunarorð vitundarvakingar sem ADHD samtökin efna til nú í júní. Vitundarvakningin felst í sölu armbanda til styrktar starfseminni og um leið er vakin athygli á starfi samtakanna og stöðu einstaklinga með ADHD.
12.06.2014
Dagana 16. til 30. júní ætla ADHD samtökin að bjóða til sölu armbönd til styrktar starfseminni. Salan er mikilvægur liður í starfsemi samtakanna og óskum við nú eftir sölufólki. Áhugasamir hafi samband við skrifstofuna í síma 581 1110 eða með tölvupósti á adhd@adhd.is. Góð sölulaun eru í boði.
27.05.2014
Enn eru nokkur laus pláss fyrir drengi 10-12 ára í Gauraflokk í Vatnaskógi. Starfið er sniðið að þörfum stráka með ADHD eða skyldar raskanir.
27.05.2014
Á síðasta videóspjallfundi vetrarins verður sýnd myndin "Marijuana and ADD.... and oh looks cows!" þriðjudagskvöldið 27.maí kl.20 á Háaleitisbraut 13. Snorri Páll Haraldsson leiðir fundinn.
20.05.2014
Snorri Páll mun leiða videóspjall á Háaleitisbraut 13 miðvikudaginn 21.maí kl.20. "Facing the world + ADD and sleep + Tips on an organized life" eru nöfnin á þáttum kvöldsins.
13.05.2014
Síðasti spjallfundur vetrarins verður haldinn miðvikudagskvöldið 14.maí kl.20.30. Elín Hrefna Garðarsdóttir leiðir fund um "Lyf eða Lyfjaleysi.
12.05.2014
Forstjórum LSH og Sjúkrahússins á Akureyri, var falið að leita allra þeirra leiða sem færar eru til að greiða úr málinu.
09.05.2014
Gönguferðir og útivist, klifur, sig, kanóferðir og matur yfir opnum eldi er meðal þess sem verður í boði á krefjandi útivistarnámskeiði Skátanna fyrir unglinga með ADHD.
28.04.2014
ADHD samtökin hvetja félagsmenn sína til að fjölmenna í kröfugöngu næstkomandi fimmtudag, 1. maí. Í ár hefur Öryrkjabandalag Íslands, sem ADHD samtökin eru aðili að, ákveðið að setja baráttuna um fordómalaust samfélag – betra samfélag fyrir alla á oddinn.