Vídeó spjallfundur í kvöld kl. 20

Boðið verður upp á Vídeó - spjallfund í kvöld, mánudaginn 17.mars kl. 20 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13. Sýnd verður myndin "Comprehensive guide: What is ADHD?". Þetta er fyrsti þátturinn af þremur þar sem farið er dýpra ofan í hvað ADHD er.

Spjallfundur í kvöld - miðvikudag 12. mars kl. 20:30

Við minnum á spjallfundinn fyrir foreldra og forráðamenn í kvöld, miðvikudag 12. mars. Björk Þórarinsdóttir, formaður ADHD samtakanna leiðir fundinn en yfirskrift hans er "ADHD og frístundir". Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30. Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.

Betri heilbrigðisþjónusta kynnt á fundi með hagsmunafélögum

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og verkefnisstjórn um Betri heilbrigðisþjónustu stóðu fyrir fundi í Norræna húsinu í dag þar sem fulltrúum sjúklinga- og aðstandendafélaga voru kynntar kerfisbreytingar og úrbætur sem unnið er að á sviði heilbrigðisþjónustu. Undir Betri heilbrigðisþjónustu falla eftirtalin verkefni: Þjónustustýring – innleiðing á landsvísu, sameining heilbrigðisstofnana, endurskoðun á greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustunni, sameiginleg símaráðgjöf fyrir heilbrigðisþjónustuna um allt land ásamt gagnvirkri vefsíðu, innleiðing á ávísun hreyfiseðla sem meðferðarformi, samtengd rafræn sjúkraskrá og breyttar aðferðir við fjármögnun heilbrigðiskerfisins.

Gauraflokkur í Vatnaskógi - Skráning hefst 19. mars

Líkt og undanfarin ár mun Vatnaskógur bjóða upp á sumarbúðir fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Skráning hefst á vef KFUM miðvikudaginn 19. mars. Fyrstir koma - fyrstir fá.

Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna: Laus sæti

Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD verður haldið laugardagana 8. og 15. mars. Skráning er í fullum gangi.

Myndband vikunnar

Myndir segja oft meira en mörg orð og það á við um ADHD líkt og svo margt annað. Við munum á næstunni birta hér á vefnum myndbönd, alvarleg og skondin í bland.

Spjallfundur miðvikudagskvöld - ADHD og nám

Minnum á spjallfund ADHD samtakanna fyrir fullorðna annað kvöld, miðvikudag 26. febrúar. Yfirskrift fundarins er "ADHD og nám".

Rannsókn á svefnvenjum 4-12 ára barna með ADHD

ADHD samtökin hafa efnt til samstarfs við Karitas Ósk Björgvinsdóttur og Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur, Cand. Psych. nema í sálfræði við Háskóla Íslands. Óskað er eftir þátttakendum í rannsókn þeirra.

Málað til góðs í BYKO

Vörustjórnunarsvið BYKO, undir forystu hugmyndasmiðsins Heiðars B. Heiðarssonar málaði 12 myndir árið 2013 sem voru seldar á uppboði í janúar 2014, en ágóðinn rann til ADHD samtakanna.

Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna

ADHD samtökin bjóða upp á fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD í mars. Skráning er hafin hér á vefnum.