22.04.2014
Vídeóspjall í kvöld, þriðjudaginn 22. apríl kl. 20 á Háaleitisbraut 13, 4.hæð. Sýndur verður lokaþátturinn í seríunni Comprehensive Guide, Að lifa með ADHD.
16.04.2014
Í kvöld kl.20 verður vídeóspjall á Háaleitisbraut 13 4. hæð. Sýndur verður annar hluti heimilidarmyndarinnar Comprehensive Guide og heitir sá hluti Embracing the Diagnosis.
11.04.2014
Til er fjöldi rannsóknarverkefna um ADHD sem unnin hafa verið í íslenskum háskólum á síðustu árum. Nú hafa ADHD samtökin tekið saman lista yfir þessi verkefn og er hann aðgengilegur á heimasíðunni.
08.04.2014
Spjallfundur fyrir fullorðna í kvöld kl. 20.30, Háaleitisbraut 13, 4.hæð. Elín H. Hinriksdóttir mun leiða spjall um ADHD og maka.
01.04.2014
Við efnum til spjallfundar fyrir foreldra og forráðamenn, miðvikudag 2. apríl kl. 20:30. Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur leiðir fundinn en yfirskrift hans er "ADHD og systkini".
01.04.2014
Bókasafn ADHD samtakanna hefur nú verið skráð að mestu leyti og listi yfir bókakostinn settur á netið. ADHD samtökin eiga nokkuð gott safn bóka um ADHD og tengd málefni og er hægt er að fá lánuð eintök úr safninu í tiltekinn tíma.
26.03.2014
Elín Hoe Hinriksdóttir, sérkennari var kjörin formaður ADHD samtakanna á aðalfundi sem haldinn var í vikunni. Elín tekur við formennsku af Björk Þórarinsdóttur sem starfað hefur í stjórn samtakanna um árabil, bæði sem gjaldkeri og varaformaður og sem formaður síðastliðin 4 ár. Björk situr áfram í stjórn ADHD samtakanna sem gjaldkeri.
26.03.2014
Kaldæingar bjóða upp á fimm daga dvöl í sumarbúðunum fyrir 10-12 ára stúlkur með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir (ADHD). Flokkurinn nefnist Stelpur í stuði.
24.03.2014
Aðalfundur ADHD samtakanna verður haldinn í kvöld, mánudaginn 24. mars 2014 klukkan 20. Fundurinn verður í fundarsal á 4. hæð að Háaleitisbraut 13. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
18.03.2014
ADHD samtökin hafa nú látið þýða á pólsku, bækling með grunnupplýsingum um ADHD. Bæklingurinn nefnist "Co To Jest" - Hvað er ADHD? Lech Mastalerz, sendifulltrúi Póllands á Íslandi tók við fyrsta eintakinu í sendiráði Póllands í morgun.