12.01.2021
Stjórn ADHD samtakanna fagnar þeirri breytingu sem gerð hefur verið á inntökuskilyrðum til starfsnáms í lögreglufræði. Frá og með árinu 2021 verður ADHD og/eða lyfjanotkun skv. læknisráði vegna ADHD ekki útilokandi þáttur í umsóknarferli og er hér stigið mikið framfaraskref.
07.01.2021
Skráning er hafin á öll helstu námskeið ADHD samtakanna á vorönn 2021. Um er að ræða sex námskeið, en fimm af þeim námskeiðum hafa verið haldin með einum eða öðrum hætti á liðnum árum og hafa hlotið mikið lof meðal þátttakenda. ADHD samtökin bjóða nú upp á nýtt námskeið sem ber heitið TÍA - Það er hnitmiðað og fjölbreytt námskeið um ADHD í tveim hlutum fyrir fagfólk sem starfar við íþrótta- og tómstundastarf og aðra aðila sem koma að skipulögðu starfi krakka með ADHD. Nánar má fræðast um námskeiðin hér að neðan. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fystur kemur fyrstur fær. Hægt er að skrá sig í ADHD samtökin hér.
05.01.2021
Skráning er hafin á fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna – Áfram stelpur! Námskeiðið hefst 19. janúar nk. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður, fyrstur kemur, fyrstur fær og félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérkjara.
22.12.2020
ADHD samtökin óska félagsmönnum sínum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Samtökin þakka af heilum hug fyrir samfylgd og veittan stuðning á árinu sem er að líða. Skrifstofa ADHD samtakanna verður að mestu lokuð yfir hátíðarnar og pantanir í vefverslun samtakanna verða afgreiddar á fyrstu dögum nýs árs. Hátíðarkveðjur!
11.12.2020
Vefverslun ADHD samtakanna hefur tekið stakkaskptum og er tilbúin fyrir jólin og jólasveinana... Nýjar vörur í miklu úrvali, fiktdót, bækur, skart, leikföng, listaverk og ýmiskonar smávara. Veglegir afslættir fyrir félagsmenn ADHD samtakanna. Sendum hvert á land sem er.
01.12.2020
Þá er komið að seinasta ADHD spjallfundi ársins hjá samtökunum og fer hann í loftið í kvöld þann 9. desember nk. kl. 20:30. Fjallað verður um undirbúning jóla og ADHD og mun Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur fjalla um hvernig ýmislegt í jólaundirbúningnum og þeim spenningi sem fylgir jólunum getur valdið streitu og erfiðleikum hjá börnum og fullorðnu fólki með ADHD. Gefin verða góð ráð um hvernig hægt er að bregðast við breyttri rútínu fjölskyldunnar í jólafríinu. Jólin eru enda hátíð gleði og eiga að vera það hjá fólki með ADHD einnig ekki síður en öðrum. Fyrirlesturinn fer á heimasíðu ADHD samtakanna vegna COVID faraldursins og verður honum einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni.
17.11.2020
Í nýjasta þættinum af Lífið með ADHD mætir Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona, sem hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðustu árin. Lífið með ADHD er hlaðvarp ADHD samtakanna, sem reglulega mun birta viðtalsþætti á ruv.is og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.
10.11.2020
Elli – Dagur í lífi drengs með ADHD er ný íslensk barnabók, ríkulega myndskreytt, fjörug og byggð á raunverulegum atburðum í lífi níu ára íslensk drengs sem er með ADHD. Útgefandi er ADHD samtökin en höfundur og teiknari er Ari H.G. Yates en bókina vann hann í samstarfi við Elías Bjarnar Baldursson, þegar Elías var 9 ára gamall.
20.10.2020
Enn er hægt að skrá sig á fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD sem verður haldið 21. og 28. nóvember næstkomandi. Námskeiðið verður haldið í gegnum fjarfundarbúnað og ef COVID aðstæður leyfa, í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Vinsamlegast sendið áfram til þeirra sem málið varðar.
16.10.2020
Hvað er ADHD? Í tilefni af alþjóðlegum vitundarmánuði fólks með ADHD birta ADHD samtökin ný kynningarmyndbönd, þar sem leitast verður við að svara þessari spurningu og mörgum öðrum, tengdum ADHD. Fólk með ADHD og sérfræðingar miðla af reynslu sinni og þekkingu og vonandi verða áhorfendur margs vísari.